fbpx

Apple er með viðburð kl. 18 í dag að íslenskum tíma þar sem fyrstu tölvur fyrirtækisins með ARM örgjörva, eða Apple Silicon eins og fram kemur í öllu kynningarefni frá Apple, verða kynntar til sögunnar.

Með kynningu þessara tölva mun Apple hætta að reiða sig á Intel örgjörva fyrir sínar tölvur, en nýju örgjörvarnir eiga að skila meiri afköstum og betri rafhlöðunýtingu en núverandi og síðustu kynslóðir af Apple tölvum.

Með því að skipta út Intel örgjörvum fyrir ARM í Mac tölvum þá munu tölvurnar einnig geta keyrt iOS forrit, og Apple hefur sagt forriturum að það eigi að vera leikur einn að gefa út Mac útgáfur af sínum forritum. Hvort það verði síðan raunin á svo eftir að koma í ljós.

Apple boðaði til fundarins með orðunum „One more thing“ sem voru einkunnarorð Steve Jobs þegar hann kynnti nýjar Apple. Það er því ljóst að þessi viðburður hefur mikla þýðingu innan Apple, því Apple hefur einungis sagt þessa línu einu sinni á viðburði, og það var í September 2014 þegar hann kynnti Apple Watch.

Hvernig get ég horft á viðburðinn?

Hægt verður að streyma viðburðinum á heimasíðu Apple, en einnig á YouTube eins og sést hér fyrir neðan.

Hafa ber í huga að YouTube streymið er oft 10-20 sekúndum á eftir straumnum á heimasíðu Apple.

Avatar photo
Author