fbpx

Algengt vandamál lesenda, er að þeir skrá sig hjá Netflix, og vilja svo nota þjónustuna í iPad, iPhone eða iPod touch, en finna forritið hvergi í App Store.

Ástæðan fyrir þessu er sú að notandann er með íslenskan App Store reikning, sem veldur því að Netflix forritið er ekki fáanlegt, enda þjónustan ekki formlega í boði hérlendis.

Það eru tvær lausnir við þessu „vandamáli“, sem veltur á því hvort þú sért með kreditkort tengt við eða ekki:

Lausn #1

Ef þú ert með kreditkort tengt við reikninginn og hefur keypt slatta af forritum þá þarftu að stofna amerískan App Store reikning eða fá einhvern vin/ættingja til að skrá sig inn á sinn ameríska reikning, sækja forritið, og skrá sig aftur út.

Lausn #2

Ef þú ert ekki með kreditkort tengt við reikninginn þinn, þá geturðu skipt um land í App Store búðinni með því að fylgja þessum litla leiðarvísi:
Skref 1: Farðu í Settings > iTunes & App Store.

Skref 2: Í þessum glugga skaltu smella á Apple ID: “netfangið þitt*.

Skref 3: Þá birtast nokkrir valmöguleikar og þar skaltu smella á View Apple ID

Skref 4: Þarna sérðu nú Country/Region, og með því að smella á þann reit geturðu skipt yfir í United States.

Eftir að þú breytir um land þá þarftu vafalaust að breyta póstnúmerinu í fimm stafa tölu (þ.e. t.d. 10100 í staðinn fyrir 101), setja inn eitthvað bandarískt fylki og hafa símanúmerið í sniðinu (xxx) xxx-xxxx.

Skref 5: Að þessu búnu geturðu sótt Netflix forritið.

Write A Comment