fbpx

Skoðunarferð er nýr liður hér á Einstein.is, þar sem við ætlum að sýna ykkur höfuðstöðvar áhugaverðra tæknifyrirtækja, og byrjum á skýþjónustunni Dropbox sem margir kannast við.

Höfuðstöðvar Dropbox eru líkt og margra annarra tæknifyrirtækja í San Francisco borg, nánar tiltekið á 185 Berry Street, þar sem starfsmenn fyrirtækisins vinna að þróun þjónustunnar í litlum 6500 fermetrum.

Það er óhætt að segja að það væsi ekki um starfsmenn fyrirtækisins, en þar má finna tónlistarherbergi, þægilega setustofu og margt fleira.

Líst þér vel á? Dropbox er alltaf að leita að góðu fólki. Ef þú vilt sækja um starf hjá Dropbox þá skaltu kíkja smella hér til að sjá hvort það sé eitthvað í boði sem hentar þér.

Write A Comment