fbpx
Tag

Dropbox

Browsing

Dropbox iOS 2.0

Skýþjónustan Dropbox gaf nýlega út stóra uppfærslu á iOS forriti fyrirtækisins, þegar Dropbox 2.0 kom í App Store.

Dropbox eru greinilega að leggja mikið undir til að notendur setji inn allar myndirnar sínar á Dropbox, því þeir hafa lagt ríka áherslu á flott og þægilegt viðmót þegar myndir eru skoðaðar (samanber myndin að ofan).

Skýþjónustan Dropbox, sem gerir þér kleift að vista gögnin þín með tryggum hætti á netinu, er nú með svokallað Space Race í gangi fyrir háskóla út um allan heim.

Með Space Race þá getur þú veitt skólanum þínum stuðning og „keppt“ gegn öðrum skólum, og notendur fá að verðlaunum aukið pláss á Dropbox svæðið í tvö ár, en hversu mikið pláss þeir fá miðast við fjölda þátttakenda úr hverjum skóla. Svo dæmi sé tekið þá fá nemendur við Háskóla Íslands 15GB aukalega á Dropbox svæðið sitt.

Dropbox logoSkýþjónustan Dropbox er í miklu uppáhaldi hjá okkur á Einstein, og nýtur mikilla vinsælda meðal fólks sem er ýmist er á ferðinni, eða vill vista gögnin sín á netinu með tryggilegum hætti.

Ef þú notar Dropbox, finnst þú þurfa aðeins meira pláss, en hefur ekki þörf fyrir uppfærslu í 50GB fyrir $100 á ári, þá geturðu lesið leiðarvísinn að neðan og nælt þér í tæplega 1GB af plássi á svipstundu.

Dropbox logo

Ef þú ert með ADSL tengingu og varst að setja inn stórt myndband á Dropbox svæðið þitt, þá finnst þér eflaust leiðinlegt að Dropbox taki stóran hluta af bandvíddinni sem tengingin þín býður upp á. Til allrar hamingju, þá er hægt að takmarka niðurhal- og upphalshraða í Dropbox, þannig að þú getir vafrað á netinu og skoðað myndbönd, og látið Dropbox malla í bakgrunni.

Dropbox logoDropbox er þjónusta sem er í miklu uppáhaldi hjá Einstein, og hefur verið til umfjöllunar hjá okkur áður. Notendur þjónustunnar geta nú fengið allt að 5GB af viðbótarplássi á sínu svæði með því að taka þátt í Beta prófun á nýrri þjónustu fyrirtækisins. Þungamiðjan í nýjustu möguleikum Dropbox er að notendur getið hlaðið myndum og myndböndum sjálfkrafa á Dropbox svæði sitt þegar þeir tengja myndavélar, snjallsíma og SD minniskort við tölvuna sína.

DropboxWindows og Dropbox: „Ýta á PrintScr. Fara í Start > All Programs > Accessories > Paint og smella á Edit > Paste (Ctrl+V). Vista mynd, bæta við sem viðhengi. Senda“. Þetta kom skýrlega fram í  leiðarvísi fyrr í vikunni um hvernig maður tekur skjáskot. Ef maður vill taka skjáskot og koma því frá sér til vina eða vandamanna þá tekur þessi aðferð lengri tíma en hún gæti tekið. Ef þú ert Dropbox notandi þá er til lausn við þessu sem einfaldar þetta ferli til muna (og ef þú ert ekki Dropbox notandi, þá skaltu kynna þér Dropbox, því Dropbox er æði).