fbpx

Apple hefur gefið út uppfærslu fyrir Mavericks, sem er nú komin í útgáfu 10.9.3. Með uppfærslunni kom stuðningur fyrir háskerpuskjái (4K), betri samstillingu á tengiliðum/dagatölum yfir USB og áreiðanleiki VPN tenginga aukinn.

Í næsta mánuði mun Apple halda WWDC (Worldwide Developers Conference) en fyrirtækið hefur jafnan nýtt þann vettvang til að kynna nýjar útgáfur af iOS og Mac OS X. Fyrir vikið eru allar líkur á því að þetta verði síðasta uppfærslan á OS X Mavericks sem Apple gefur út.

Hægt er að sækja uppfærsluna með því að fara í App Store í tölvunni þinni eða sækja uppfærsluna héðan.

Write A Comment