fbpx

Bandaríska útvarps-streymiþjónustan Pandora tilkynnti í gær að það hefði keypt nokkrar lykileignir úr sökkvandi skipi Rdio fyrir 75 milljónir bandaríkjadala (eða 10 milljarða króna miðað við núverandi gengi). Í kjölfar kaupanna gafst Rdio upp og óskaði eftir gjaldþrotameðferð.

Því miður þá koma þessar fréttir ekki á óvart, en Rdio var nokkurs konar Betamax streymiþjónustanna. Þjónustan hafði margt til brunns að bera, var fyrsta stóra tónlistarþjónustan sem kom til Bandaríkjanna (ári á undan Spotify) og þótti af mörgum vera mun stílhreinni og betur hönnuð en t.a.m. en Spotify.

Af hverju klikkaði Rdio? Markaðssetning

Örlög fyrirtækisins sýna að það eitt er ekki nóg, en eins og bandaríski tæknimiðillinn The Verge benti á þá var fyrirtækið ekki með skýra markaðsstefnu, sem varð þeim loks að falli.

Það segir kannski allt sem segja þarf um vinsældir þjónustunnar að hún kom mánuði á undan Spotify til Íslands, en samt sem áður eru margir líklega fyrst að heyra um hana núna, þegar hún er að selja eignir og óska eftir gjaldþrotameðferð.

Í september 2013 setti ég mig í samband við Rdio póst, því ég ætlaði að vinna grein um ferlið á bak við það þegar streymiþjónustur koma í nýtt land, og fannst Rdio líklegri í slíkt samstarf en risinn á markaðnum (Spotify). Í leiðinni spurði ég hvernig þjónustan væri að standa sig í markaðsmálum, því Spotify hefði náð 50.000 notendum á innan við mánuði á meðan enginn hefði heyrt um Rdio. Svarið sem ég fékk er nokkuð lýsandi fyrir árangur þeirra í markaðsmálum, stutt og laggott:

We don’t have any plans for on the ground support in Iceland.

Rúmlega fjórðungur af 75 milljónum notendum Spotify eru með Spotify Premium, og greiða þannig fyrir þjónustuna. Rdio hafði forskot á Spotify í einu stærsta markaðssvæði heims, Bandaríkjunum. Í staðinn frir að beina kröftum sínum að markaðssetningu Rdio, þá beindu stofnendur Rdio frekar sjónum að kvikmyndaleigunnio Vdio (jamm… svona þar sem þú borgar fyrir hverja mynd) á sama tíma og áskriftarleigur eins og Netflix og Hulu voru að sækja í sig veðrið. Vdio var stofnað 2011, fór í loftið tveimur árum síðar og var heldur skammlíf, en þjónustan var einungis starfrækt í 6 mánuði.

Spotify nálgaðist notendur á annan hátt en Rdio, gerði þeim kleift (og gerir enn) að nota þjónustuna ókeypis á einkatölvum, á meðan Rdio rukkaði $5/mán fyrir web-only áskrift. Það eitt skýrir samt ekki fall Rdio, því í þessari frétt Billboard (maí 2014) kemur fram hvernig notendatölur Spotify, Rdio og Beats Music voru í Bandaríkjunum. Þær skiptust svona niður:

  • Spotify: 3 milljón áskrifendur (10 á heimsvísu).
  • Rdio: 500 þúsund
  • Beats Music: 200 þúsund.

Það sem gerir muninn á Beats Music og Rdio svo skelfilegan er að Beats Music hafði á þessum tíma einungis verið starfandi í þrjá mánuði, en Rdio í fjögur ár.

Eins og einhverjir vita var Beats síðan keypt af Apple fyrir 3 milljarða bandaríkjadala, og tæknin þeirra notuð til að búa til streymiþjónustuna Apple Music, sem er líklega næstvinsælasta streymiþjónusta heims í dag, en í október á þessu ári var þjónustan með 15 milljón áskrifendur (8,5 milljónir sem voru enn með fría prufuáskrift og 6,5 milljónir sem höfðu byrjað að greiða fyrir þjónustuna).

Write A Comment