fbpx

Bæði iMessage og FaceTime eru áhugaverðar og nýtilegar viðbætur við iOS (og einnig Mac OS X) sem gera notendum kleift að tala saman án endurgjalds, hvort sem það er í máli eða myndum.

Því miður þá getur það komið fyrir að þessar þjónustur virka ekki sem skyldi, oftast þegar tæki er uppfært eða við fyrstu uppsetningu. Ef það gerist þá ættu eftirfarandi ráð að gagnast til að bjarga málunum.

Slökkva og kveikja á FaceTime/iMessage

Skref 1: Opnaðu Settings.
Skref 2: Skrunaðu niður í Messages eða FaceTime og smelltu á það..
Skref 3: Smelltu á hakið efst til að afvirkja þjónustuna, þannig að reiturinn verði hvítur en ekki grænn.
Skref 4: Bíddu í eina mínútu (nýttu tækifærið og fáðu þér eitt glas af vatni eða eftirlætis svaladrykknum þínum).
Skref 5: Farðu aftur í Messages eða FaceTime (eftir því hvor þjónustan er ekki að virka nógu vel) og smelltu á hakið þannig að það verði grænt á ný.
Skref 6: Bíddu eftir að þjónustan gefi merki um að hún sé virk.

 

Sjá einnig: Hvað er iMessage og hvernig nota ég það?

 

Slökkva og kveikja á iOS tækinu

Skref 1: Haltu inni Home og Sleep/Mute takkanum þangað til iOS tækið slekkur á sér. Haltu þessum tökkum inni þangað til Apple merkið birtist, en það gefur til kynna að tækið sé að ræsa sig.
Skref 2: Prófaðu að virkja iMessage eða FaceTime núna.

Núllstilla netstillingar (e. reset network settings)

Ef ráðið að ofan dugði ekki þá virkar þetta oft. Athugaðu að þegar þú núllstillir netstillingar, þá gleymir tækið öllum þráðlausum staðarnetum (e. Wi-Fi) sem það hefur tengst, og fyrir vikið þarftu að tengjast þeim öllum á ný.

Skref 1: Opnaðu Settings á heimaskjánum þínum.
Skref 2: Smelltu á General, skrunaðu niður og smelltu á Reset hnappinn.
Skref 3: Smelltu á Reset Network Settings.
Skref 4: Þá tekur við fimm mínútna ferli þar sem öllum netstillingum er eytt. Að því búnu skaltu fara aftur í Messages/FaceTime og reyna að virkja þjónustuna.

Write A Comment