fbpx

Streymiþjónustan Netflix greindi frá því í uppgjöri síðasta ársfjórðungs að áskrifendafjöldi væri nú kominn yfir 50 milljónir.

Þessi mikla fjölgun áskrifenda er talin tengjast því að fyrirtækið er farið að framleiða eigið efni sem er einungis fáanlegt í gegnum þjónustuna. Önnur sería af Orange Is The New Black varð vinsælasti þátturinn á öllum þjónustusvæðum Netflix innan mánaðar.

Þrátt fyrir fjölda áskrifenda er enn rúm fyrir meiri vöxt, því einungis 13,8 milljónir áskrifenda eru búsettir utan Bandaríkjanna. Í september á þessu ári mun Netflix bjóða þjónustu sína í Þýskalandi, Frakklandi, Austurríki, Sviss, Belgíu og Lúxemborg.

Write A Comment