fbpx

Ný uppfærsla kom fyrir PlayStation 3 tölvur, sem gerir notendum kleift að nota DualShock 4 fjarstýringar þráðlaust við spilun leikja.

Ef þig langar að tengja DualShock 4 fjarstýringu við PlayStation 3 leikjatölvu, þá skaltu fylgja þessum litla leiðarvísi:

Skref 1: Farðu í Accessory Settings og veldu Manage Bluetooth Device

Skref 2: Veldu Register New Device, og bíddu í skamma stund þangað til tölvan byrjar að leita að tækjum.

Skref 3: Á meðan PlayStation 3 tölvan er að skoða nálæg Bluetooth tæki, þá skaltu smella á PS takkann á DualShock 4 fjarstýringunni þangað til ljósið fer að blikka. Það ætti að leiða til þess að PS3 tölvan sér fjarstýringuna sem „Wireless Controller“.

Skref 4: Bættu fjarstýringunni við sem Bluetooth tæki, og notaðu hana til að spila uppáhalds leikina þína.

 

Write A Comment