fbpx

iPhone 6 og 6 Plus sem Apple kynnti á dögunum eru með talsvert stærri skjá en forverarnir, og koma með 4,7 og 5,5 tommu skjám.

Apple hefur ávallt lagt ríka áherslu á að eigendur símtækjanna geti notað tækið með annarri hendi, eins og fram kom í þessari auglýsingu fyrir iPhone 5, þegar Apple stækkaði skjástærð iPhone símans í fyrsta sinn.

Það gefur augaleið að þegar skjár símtækjanna stækkar, að þá er erfiðara að ná með þumlinum efst á skjáinn, til að skrifa inn veffang í Safari o.fl.

Apple leysir þetta með lausn sem þeir kalla Reachability. Með Reachability þá er nóg að smella tvisvar létt á Home takkann, og þá færist skjárinn niður, og notandinn fær þá greiðan aðgang að því sem er efst á skjánum hverju sinni.

Í Vine myndbandinu fyrir neðan sést hvernig Reachability virkar.

2 Comments

  1. Sigurður Hólm Gunnarsson Reply

    Veit einhver hér hvort það er óhætt að kaupa iphone síma frá Bandaríkjunum? Hvað þarf að hafa í huga?

    • Sé ameríkuferð á döfinni þá mælum við eindregið með því að það sé einungis farið í Apple búðir, og starfsmenn spurðir hvort „unlocked“ símar séu fáanlegir fyrir notkun í Evrópu. T-Mobile iPhone símarnir eru að jafnaði opnir á öll símafyrirtæki, en allur er varinn góður, og nú er maður að lesa fréttir þess efnir að þeir séu læstir í 40 daga eftir kaup. Góðu fréttirnar eru þær að símarnir styðja LTE band 3 (1800 MHz) sem er notuð hérlendis.

      Ástæðan fyrir því að við gerum þennan áskilnað um að neytendur fari í Apple búðir er sú að okkur sé illa við aðrar búðir, eins og Best Buy, Target, Walmart o.fl., en við höfum fengið fyrirspurnir frá nokkrum leiðum aðilum sem hafa keypt síma í þessum búðum frá starfsfólki sem segir símana vera ólæsta, þegar raunin er svo önnur. Aðilarnir hafa þá endað með $650 iPod.

Write A Comment