fbpx

Ásamt iPhone 6 og iPhone 6 Plus þá kynnti Apple snjallúr, Apple Watch, á viðburði fyrirtækisins í Cupertino í dag.

Apple Watch er fyrsta varan sem fyrirtækið kynnir frá andláti Steve Jobs.

Apple Watch is the most personal device we’ve ever created.
Tim Cook

Úrið, sem mun kosta frá $349 eða rúmar 41 þúsund krónum vestanhafs, er viðbót við iPhone síma, og virkar með iPhone 5 og nýrri tækjum. Útgáfudagur snjallúrsins er „snemma á næsta ári“ eian og Apple orðaði það, þannig að það er þýðingarlaust að biðja maka, ættingja eða vini um úrið í jölagjöf.

Með úrinu getur notandinn skoðað og svarað skilaboðum, greitt fyrir vörur með Apple Pay (sem þarfnast þá iPhone 6/6 Plus), og fylgst með heilsu og hreyfingu, svo fátt eitt sé nefnt. Apple Watch verður fáanlegt í þremur gerðum: Apple Watch, Apple Watch Sport sem kemur með svitaþolinni ól og Apple Watch Edition sem verður með 18 karata gullkassa.

Hér fyrir neðan geturðu skoðað fjölda mynda af úrinu.

Write A Comment