fbpx

Rétt í þessu kynnti bandaríski tæknirisinn Apple tvo iPhone síma, iPhone 6 og iPhone 6 Plus, á viðburði í Cupertino.

iPhone 6 kemur með 4,7 tommu skjá, á meðan iPhone 6 Plus er með 5,5 tommu skjá. iPhone 6 er einungis 6,9mm þykkur, á meðan iPhone 6 Plus er örlítið þykkari eða 7,1mm. (Svona til samanburðar þá er iPhone 5S 7,6mm þykkur).

Rafhlaða?

Rafhlaðan í iPhone 6 og 6 Plus er betri en á forveranum. Taltími á iPhone 6 er 14 tímar (10 tímar á iPhone 5S) og 24 tímar á iPhone 6 Plus. Þá styður iPhone 6 Plus afspilun tónlistar í allt að 80 tíma, eða tvöfalt lengur en iPhone 5S.

iPhone 6 - Rafhlaða

Annað

Skjárinn á iPhone 6 er með 1334×750 upplausn og iPhone 6 Plus með 1920×1080 upplausn. iPhone 6 Plus kemur líka með landscape mode líkt og á iPad/iPad mini, þannig að heimaskjárinn er nýtilegur í þeim ham.

iPhone 6 styður LTE allt að 150Mbit/s, og 802.11ac staðalinn, sem hefur mun meiri flutningsgetu en 802.11a/b/g/n staðlarnir.

Verð

Verð iPhone 6 verður óbreytt, þ.e. $199 með samningi í Bandaríkjunum, sem þýðir að hann mun væntanlega kosta 109.990 krónur hérlendis þegar hann kemur á markað. iPhone 6 Plus mun kosta frá $299 með samningi, og ef maður ber verðlag erlendis saman við íslenska iPhone síma, þá ætti hann að kosta á bilinu 125-130 þúsund krónur hérlendis.

Hvenær verður hann fáanlegur?

Síminn kemur á markað í Bandaríkjunum 19. september næstkomandi, og verður fáanlegur í 113 löndum undir lok þess árs. iPhone 5S kom í opinbera sölu hérlendis 13. desember á síðasta ári. Vonandi verður biðin ekki svo löng eftir nýjum símum, en við bíðum eftir frekari upplýsingum frá Apple og/eða íslenskum fjarskiptafyrirtækjum.

3 Comments

  1. Sindri Smárason Reply

    verður hægt að kaupa hann unlocked 19 september (t-mobile) og nota hérlendis?

    • Þegar stórt er spurt.

      Það er ekki hægt að segja til um það að svo stöddu. Miðað við fréttir á netinu þá kemur iPhone 6 Plus í minna upplagi heldur en iPhone 6, og svo er auðvitað spurningin hvort „walk-ins“ muni geta keypt hann 19. sept.

Write A Comment