fbpx

Fyrr í vikunni greindu íslenskir vefmiðlar frá því að yfir 500 milljón tölvur, þ. á m. margar Apple tölvur, væru í hættu vegna veikleika í bash skel, sem flestir forritarar kannast við.

Apple hefur brugðist við þessum fréttum, og sagt að að þótt þessi veikleiki sé vissulega til staðar í OS X stýrikerfinu, þá séu sjálfgefnar stillingar á Apple tölvum þannig að öðrum aðilum er ekki veittur aðgangur svo hægt sé að nýta þennan veikleika. Almennir notendur þurfi því ekki að hafa áhyggjur af þessu.

Það borgar sig samt að hafa öryggið á oddinum, þannig að kíktu í System Preferences > Sharing og gakktu úr skugga um ekki sé hakað við Remote Login.

Mac - Remote login

Write A Comment