fbpx

Vefsvæðið Smartland, sem hýst er á mbl.is, hefur verið mikið í umræðunni síðustu daga, eftir að ung dama var gagnrýnd fyrir að minnka mittismál sitt með myndvinnsluforriti áður en hún birti mynd af sér á Instagram.

Í kjölfar þessarar umræðu benti glöggur lesandi Einstein okkur á Chrome viðbót, sem gerir fólki kleift að sniðganga vefsvæðið. Viðbótin heitir óSmartland, virðist vera með nokkurn fjölda notenda og fjarlægir bæði alla tengla og allar fréttir sem vísa í vefsvæðið af mbl.is

Þessi viðbót er ekki sú fyrsta sinnar tegundar, en fyrir nokkrum árum var viðbótin Engin Pressa gefin út í kjölfar umdeildra myndbirtinga á pressan.is

Ef viðbótin er sett upp og notandi smellir á frétt sem flytur hann á Smartland, þá gerist þetta:

Smartland - Þú ert betri en þetta

Notandinn er fluttur yfir á forsíðu mbl.is, og efst á síðunni eru skilaboðin „Þú ert betri en þetta“

Write A Comment