fbpx

Það kannast eflaust margir, eða einhverjir, við það að opna Google Chrome til að fara einn saklausan nethring, og fyrr en varir þá lítur vafrinn svona út:

Google Chrome - Tabs

Afleiðing þess að vera með svona marga flipa opna er sú vafrinn étur upp allt vinnsluminnið, meira álag er á örgjörvanum, og fyrir vikið verður tölvan oftar en ekki hæg. Viðbótin The Great Suspender tekur á þessum vanda, en hún leyfir notandanum að „svæfa“ (e. suspend) þá flipa sem eru ekki opnir, en hafa þá samt innan seilingar. Einnig er hægt að búa til reglur, þannig að flipar eru „svæfðir“ (e. suspend) sjálfkrafa ef þeir hafa ekki verið virkir í einhverjar mínútur. Í eftirfarandi skjáskoti má notað vinnsluminni í tölvu undirritaðs fyrir og eftir virkjun The Great Suspender viðbótarinnar

The Great Suspender - Vinnsluminni

Árangurinn er vitaskuld háður því hversu margir flipar voru opnir, og því aldrei hægt að lofa vissum sparnaði með notkun viðbótarinnar. Eins og sést hér að ofan þá náði undirritaður þó að spara rétt tæplega 1,5 GB af vinnsluminni með því að smella á einn hnapp í vafranum.

Er eitthvað sem ber að varast? Í sjálfu sér ekki. Við viljum samt benda á að ef þú ert að skrifa einhvern texta í Google Chrome, hvort sem það tölvupóstur eða einhver annar vefritill, að þá gæti sú vinna glatast ef þú smellir á „Suspend all tabs“. Auðvelt er að bæta úr því í stillingum viðbótarinnar. Hér sjást tvö lén sem undirritaður hefur bætt í svokallaðan whitelist hjá Great Suspender.

Great Suspender - Whitelist

The Great Suspender viðbótin fæst í Chrome Web Store og er ókeypis.

Avatar photo
Author

Write A Comment