fbpx

Netflix tilkynnti fyrir stuttu að útgáfudagur þriðju seríu House of Cards verði 27. febrúar 2015. Þetta er föstudagur, þannig að Netflix er samt við sig og gefur notendum tækifæri til að taka smá frí frá samskiptum við umheiminn svo það geti horft á þættina.

Fréttirnar bárust í myndbandi á Twitter reikningi seríunnar. Ef þú hefur ekki horft á fyrstu eða aðra seríu af þáttunum, en hefur í hyggja að gera það þá skaltu alls ekki horfa á þetta örstutta myndband, þar sem það inniheldur meiriháttar spilli (e. spoiler).

Önnur sería af House of Cards kom á Netflix 14. febrúar síðastliðinn, og 2% Netflix notenda (ca. 668 þúsund manns) horfði á seríuna þá helgina.

 

 

 

 

 

 

 

 

Write A Comment