fbpx

Við höfum fengið fjölmargar fyrirspurnir um hvort og hvernig hægt sé að nota Netflix með Chromecast tækinu. Eins og við bentum á í umfjöllun okkar um Chromecast þá er ekki hægt að breyta um DNS í streymistautnum, og það dugir heldur ekki að setja DNS gildi playmoTV í beininn (e. router) þinn, því Chromecast spyr alltaf DNS þjóna Google hvar notandinn er staðsettur.

Athugið að hann miðar við að maður noti playmoTV, þannig að þú þarft að vera með reikning hjá þeim, til að horfa á Netflix og skyldar þjónustur. Þess vegna þarf notandinn að loka á þessar fyrirspurnir Chromecast tækisins til DNS þjóna Google, en þá notar hann DNS gildin sem eru í beininum. Það er gert með því að áframsenda fyrirspurnirnar á DNS þjóninn og láta pakkana líta út fyrir að þeir komi frá Google DNS. Hér fyrir neðan má sjá lítinn leiðarvísi sem hægt er að fylgja ef notendur eru með Technicolor TG589vn V2 beini á heimili sínu, en hann er notaður af mörgum fjarskiptafyrirtækjum á ADSL og ljósnetstengingum. technicolor Vefviðmót beinisins leyfir manni ekki að breyta DNS stillingum, og því þarf að tengjast honum í gegnum telnet.

Skref 1

Tengstu með telnet á routerinn. Ef þú ert á Windows tölvu, þá þarftu að setja upp Telnet (sjá leiðbeiningar hér) en á Mac þarftu að ræsa Terminal forritið:

telnet 192.168.1.254

User: admin Password: admin

Skref 2

UPPFÆRT 16. mars 2015:  Á sumum beinum er notað metric=0 í DNS þjónum fjarskiptafyrirtækisins þíns, þannig að til að skipta þeim út þarftu að eyða þeirra DNS þjónum og setja DNS þjónana að ofan inn. Þú getur skoðað hvaða DNS þjónar eru inni með því að slá inn eftirfarandi skipun:

dns server forward list

Ef DNS þjónarnir eru eins og á eftirfarandi mynd: loka-google-dns þá mælum við með að þú eyðir öllum DNS þjónum í einni svipan áður en þú heldur áfram. Hér skaltu einnig hafa í huga hvort Það gerirðu með því að keyra eftirfarandi skipun:

dns server route flush

Nú bætirðu þjónustu playmo.tv við routing töflurnar, með metric=5 til að koma í veg fyrir að DNS þjónarnir frá þjónustuveitu verði notaðir. en þeir almennt með metric=10 (en stundum með metric 0 eins og við nefndum að ofan).Þegar þú keyrir skipunina dns server forward list (sjá að ofan) til að sjá virka DNS þjóna, þá sérðu einnig hvort DNS þjónarnir sem eru virkir eru stilltir á ppp_Internet eða dhcp_Internet. Skipanir ef gömlu DNS þjónarnir voru stilltir á ppp_Internet

dns server route add dns=109.74.12.20 metric=5 intf=ppp_Internet
dns server route add dns=213.5.182.117 metric=5 intf=ppp_Internet

Skipanir ef gömlu DNS þjónarnir voru stilltir á dhcp_Internet

dns server route add dns=109.74.12.20 metric=5 intf=dhcp_Internet
dns server route add dns=213.5.182.117 metric=5 intf=dhcp_Internet

Skref 3

Nú má prófa þjónustuna, og ef hún virkar að nota saveall skipunina til að koma í veg fyrir að stillingarnar týnist ef routerinn er endurræstur

saveall

Skref 4

Nú þarf að setja upp NAPT til að stöðva fyrirspurnir til Google DNS þjónanna og feika svör frá þeim, svo Chromecast virki:

nat mapadd intf=LocalNetwork type=napt outside_addr=8.8.4.4 inside_addr=192.168.1.254 outside_port=53 inside_port=53
nat mapadd intf=LocalNetwork type=napt outside_addr=8.8.8.8 inside_addr=192.168.1.254 outside_port=53 inside_port=53

Skref 5

Ef Chromecastið virkar nú má keyra saveall:

saveall

Bónus

Notendur með íslenskan Spotify aðgang geta lent í að Spotify haldi að þeir séu í fríi erlendis og þjónustan skerðist eftir einhvern tíma. Í þeim tilfellum má nota aðra DNS rútun fyrir fyrirspurnir til spotify.com og undirléna með lægri metric en playmo.tv og benda á innlendan DNS hjá þjónustuaðila:

dns server route add dns=212.30.200.200 domain=spotify.com metric=1 intf=ppp_Internet

Nú má prófa spotify og ef allt virkar keyra saveall:

saveall

Att búið!

Avatar photo
Author

11 Comments

 1. Mér fannst nú einfaldara að nota eldvegginn.Blokkaði bara dns á google dns ip tölurnar fra chromecast ip tölunni.

  Ef maður núllar út google dns alhliða þá stoppar sem dæmi netflix á android.

   • Halldór Freyr Sturluson Reply

    sama hér, væri ágætt að fá upplýsingar um það

    • Það er hægt með því að fara í router stillingarnar (192.168.1.1) og gera eftirfarandi:

     1 – Byrjaðu á að stilla DNS-ið yfir á DNS þjóna Playmo.tv
     2 – Farðu svo í Advanced Settings og smelltu þar á LAN.
     3 – Taktu niður IP tölu routersins (líklega 192.168.1.1) og smelltu á Route flipann.
     4 – Hakaðu við YES í Enable static routes
     5 – Núna skaltu slá eftirfarandi í static route list:
     Network/Host IP: 8.8.8.8
     Netmask: 255.255.255.255.
     Gateway: 192.168.1.1
     Metric: 2
     Interface: LAN

     Ýttu svo á Plús merkið til að virkja þetta, og endurtaktu leikinn nema með 8.8.4.4 í Network/Host IP.

     Þetta ætti þá að líta nokkurn veginn svona út (sjá mynd).

     • Ég er með Zhone router frá Vodafone, ég á ekki neinum vandræðum með að logga mig inn á hann en finn ekki samsvarandi stillingar. Kannast einhver við stillingarnar á honum? (Er ekki annars málið að kaupa sér bara router?)

 2. Router eins og Asus RT-N66U sem annar router og áskrift að VPN þjónustu er pottþétt lausn. Þegar nota á Netflix etc.. er hægt að skipta yfir á það Wifi net. Tæki eins og Apple TV, Roku etc.. geta verið sítengd á þennan VPN router.

  • Satt er það. Asus RT-N66U er verulega öflugur router. Það hefur samt bæði sína kosti og galla að nota VPN frekar en DNS. Hann er líka margvíslegar stillingar, m.a. þær sem gera notendum kleift að blokka Google DNS.

   Helsti kosturinn við VPN er þeir að allar þjónustur í landi X virka. Gallarnir eru þeir að DNS fyrirtæki styðja oft þjónustur í mörgum löndum. Hérna á vefnum höfum við t.d. birt leiðarvísa sem sýna hvernig hægt sé að horfa á Netflix (bandarískt), HBO Nordic (dansk/sænskt/norskt), og því til viðbótar bent á að hægt sé að horfa á BBC iPlayer (breskt) í gegnum DNS þjónustu.

 3. Virkar sjónvarp símans eðlilega þrátt fyrir DNS breytingar?

 4. Sveinbjörn Reply

  Flottar leiðbeiningar. Næ inn Netflix á tölvuna en fyrr í þessari viku hætti ég að geta sent video-ið úr tölvunni yfir á Chromecastið. Nú sýnir Chromecastið bara Netflix skjá og „ready to cast“ en tölvan spinnar bara „stundarglasinu“. Það er líklega tengt Google DNS þjónunum, en ég er ekki viss hvernig eigi að fixa. Einhver ráð?

 5. Virkaði um daginn en gleymdi að gera saveall eftir á og fæ núna bara „failed to add napping (unknown) þegar ég reyni þetta aftur í telnet.

Write A Comment