fbpx

Samhliða kynningu á iPhone 6 og iPhone 6 Plus síðasta haust þá kynnti Apple einnig snjallúrið Apple Watch, sem margir bíða eftir með mikilli eftirvæntingu.

Þegar úrið var kynnt þá var útgáfudagur úrsins sagður vera „Early 2015“. Á hluthafafundi í gær greindi Tim Cook, forstjóri Apple, frá því að Apple Watch verði fáanlegt í Apple verslunum í apríl.

Sjá einnig: Þetta er Apple Watch

Því til viðbótar sagði Cook að Apple hefði selt 74,5 milljón iPhone síma á síðasta ársfjórðungi ársins sem var að líða. Til samanburðar, þá seldi Apple 51 milljón eintök af 5S á sama tímabili árið 2013.

Apple Watch mun kosta frá $349 eða frá rúmum 48.000 krónum miðað við núverandi gengi, og með úrinu munu notendur geta skoðað/svarað skilaboðum, skoðað fréttir, greitt fyrir vörur með Apple Pay og margt fleira.

Ekkert hefur verið látið uppi um rafhlöðuendingu úrsins, en líklegt þykir að úrið þurfi að hlaða daglega.

Í nóvember á síðasta ári svipti Apple hulunni af WatchKit, en það gerir forriturum kleift að þróa hugbúnað fyrir Apple Watch. Forritin sem Apple hleypir í gegn núna eru framlenging af iPhone forritum, sem verða nýtileg ef iPhone sími eigandans er nálægur. Sjálfstæð Apple Watch forrit (þ.e. forrit sem eru óháð nálægu iOS tæki) munu koma síðar á árinu.

Write A Comment