fbpx

Skýþjónustan Dropbox, sem er notuð af milljónum einstaklinga víða um heim, skrifaði nýlega grein á þjónustuvef sínum, að fyrirtækið muni hætta stuðningi fyrir Mac OS X 10.4 (Tiger) og 10.5 (Leopard) 18. maí næstkomandi.

Þetta mun ekki hafa áhrif á marga, einungis þá sem keyptu Mac tölvu fyrir júní 2009 og hafa aldrei uppfært stýrikerfið á tölvunni, en þá var Mac OS X 10.6 (Snow Leopard) gefið út.

Þeir sem eru ennþá að nota þessi stýrikerfi á 18. maí munu verða útskráðir úr forritinu, og geta ekki innskráð sig að nýju nema í uppfærðu stýrikerfi.

Write A Comment