fbpx

Nú er rúm vika liðin síðan íslenskustuðningur kom í SwiftKey. Margir hafa tekið stökkið og nota nú eingöngu SwiftKey til að rita texta (undirritaður þ. á m.), á meðan aðrir dýfðu tánni í laugina, prófuðu aðeins, en skiptu aftur í Apple lyklaborðið.

Hér á eftir ætlum við að koma með nokkrar ábendingar og heilræði fyrir SwiftKey, sem kemur þér almennilega af stað. Við bendum þessa grein ef þú vilt vita hvernig þú forritið er sett upp.

Þolinmæði – Gefðu forritinu 10-14 daga

Ég veit, það er einkennilegt að nota þetta fyrst um sinn. Fáránlegt jafnvel, þar sem þú ert að vissu leyti að læra að skrifa á símann upp á nýtt. En eftir að þú kemst yfir fyrsta hólinn og lærir aðeins inn á SwiftKey, þá erum við þeirrar skoðunar að þú munir ekki snúa aftur.

Veittu SwiftKey aukinn aðgang

Þú getur veitt SwiftKey aðgang að Gmail pósthólfinu þínu, Facebook, Twitter, Evernote og tengiliðum, og þá verða leiðréttingar forritsins mun betri. Stundum eru þær svo góðar að það er hálf óhugnalegt.

https://www.youtube.com/watch?v=1UC7cOtPZCg

Íslenskt lyklaborð

Ef þú ert með tvö tungumál uppsett (sem er þægilegt ef þú skrifar enskan texta eða slettir stundum) þá sérðu e.t.v. bara enskt lyklaborð, en ekkert Þ, Æ, Ö og Ð sem þú ert líklega búin/n að venjast því að nota, í stað þess að halda inni T fyrir Þ, D fyrir Ð ó.s.frv.

Til að fá íslenskt lyklaborð þá heldurðu bara bilslánni inni til að skipta um lyklaborðsviðmót.

Þegar þú ert að skipta á milli tungumála í sömu setningu, þá skaltu skrifa fyrsta orðið í hinu tungumálinu mjög varlega, því SwiftKey gerir ráð fyrir því að þú sért að halda áfram í sama tungumáli þegar það leiðréttir textann þinn.

Ritháttur. Tap eða flow?

Sitt sýnist hverjum hvað þetta varðar, og þeta var m.a. rætt í síðasta þætti Tæknivarpsins. Þeir sem vita ekki hvert munurinn á þessu tvennu er, þá er hann sá að flow rithátturinn gerir þér kleift að renna fingrinum á milli stafa til að skrifa texta, sem getur flýtt talsvert fyrir manni.

Sumir nota hefðbundinn rithátt, þ.e. slá inn texta (og ýta smella á orð sem mælt er með, eða einfaldlega bilslána orðið er fyrir miðju af þeim þremur orðum sem mælt er með, svo það sé slegið inn). Flow rithátturinn er ansi skemmtilegur, og hér fyrir neðan má svo sjá hvernig hann virkar.

Mín reynsla er sú að það virki best að nota nokkurs konar blöndu (e. hybrid) af hvoru tveggja, þ.e. slá inn fyrstu 2-3 stafina í löngum orðum og nota svo SwifKey flow til að klára innslátt orðsins.

Gallar

Forritið er þvi miður ekki gallalaust. Helstu gallarnir varða stuðning iOS 8 við önnur lyklaborð, eða skorti á honum öllu heldur. Ég hef nokkrum sinnum lent í því að lyklaborðið birtist ekki á skjánum í hefðbundnum aðgerðum, t.d. þegar ég fer í Spotlight til að leita að forriti eða til að svara skilaboðum beint úr tilkynningu (e. notification) með Quick Reply. Þetta er nokkuð sem gerist líka við notkun annarra lyklaborðsforrita, þannig að þetta er galli í iOS 8, en ekki SwiftKey.

SwiftKey hefur heldur ekki aðgang að Siri, þannig að ef þú notar Siri til að rita enskan texta, þá þarftu að skipta yfir í gamla góða iOS lyklaborðið til að gera það.

Niðurstaða

SwiftKey hefur gjörbreytt því hvernig ég nota iPhone símann minn. Tölvupóstur, samfélagsmiðlar og margt fleira er nokkuð sem er orðið mun auðveldara að eiga við, þannig að tölvan fær miklu meiri frið en áður.

Write A Comment