fbpx

iMessage er sniðugt tól, sem gerir aðilum kleift að senda skilaboð milli iOS tækja og Mac tölva, og hefur haft mikil áhrif á tekjur fjarskiptafyrirtækja af smáskilaboðum, sem var áður ein helsta tekjulind þeirra á farsímamarkaði.

Stundum getur iMessage samt verið orsök heldur hvimleiðra atvika. Það gerist einkum þegar einstaklingur hefur skipt yfir í síma sem keyrir annað stýrikerfi, en á líka iPad eða Mac tölvu sem er með iMessage uppsett.

Sjá einnig: Hvað er iMessage og hvernig nota ég það?
Apple hefur brugðist við þessu með því að gera sérstaka vefsíðu sem gerir einstaklingum kleift að afskrá númerið sitt, þannig að iPhone eigendur sem eru í samskiptum við mann haldi ekki að maður sé algjört fífl og dóni.

Hulunni var svipt af þessari þjónustusíðu í nóvember, en þá gátu aðilar með íslensk símanúmer ekki afskráð sig frá iMessage. Apple hefur nú bætt úr því.

Ef þú skiptir nýlega um síma og lendir í þessu, þá er nóg fyrir þig að fylgja tenglinum hér fyrir neðan, rita símanúmerið þitt og slá svo inn staðfestingarkóða sem Apple sendir í símann þinn.

Avatar photo
Author

Write A Comment