fbpx

Næstkomandi sunnudag byrjar fimmta sería af Game of Thrones, sem margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu. Það hefur verið þrálátur orðrómur lengi að bandaríska kapalstöðin HBO myndi setja nýja streymiþjónustu í loftið, sem gerði notendum kleift að horfa á HBO efni. Sú þjónusta er nú komin í loftið og heitir HBO NOW.

Virkar HBO NOW á Íslandi?

Já, við höfum fengið staðfest að þjónustan virki með playmoTV, þannig að ef þú notar þjónustuna til að horfa á Netflix, þá geturðu stofnað HBO NOW reikning núna. Til þess þarftu samt bandarískan iTunes reiknings (sjá leiðbeiningar um hvernig þú stofnar slíkan reikning hér).

 

 

Hvað kostar HBO NOW?

Þegar þú nýskráir þig þá færðu 30 daga prufuáskrift, en svo kostar þjónustan $14,99 á mánuði, eða rétt rúmar 2.000 krónur miðað við gengi gjaldmiðla í dag. HBO hefur gefið út að þeir muni leyfa notendum að deila lykilorðinu, en jafnframt að þeir áskilji sér rétt til að loka á

Ég sé líka HBO GO hjá mér. Get ég notað það?

Nei. HBO GO er einungis í boði fyrir þá sem eru þegar með bandaríska kapaláskrift, og því einungis aðgengileg þeim sem eru búsettir í Bandaríkjunum. Þú getur því falið hana á Apple TV heimaskjánum þínum (sem þú gerir með því að halda inni Select takkanum og ýta svo á Play/Pause fyrir more options).

Mig langar í HBO NOW en á hvorki Apple TV né iOS tæki

HBO NOW mun koma á fleiri tæki í sumar, en Apple sitja einir um hituna í þrjá mánuði. Ef þú þekkir einhvern sem á iOS tæki eða Apple TV þá geturðu beðið þann hinn sama um að nýskrá sig, og þú getur þá nýtt þér þjónustuna í hefðbundnum netvafra.

Hvernig get ég fengið bandaríska iTunes inneign??

Eplakort selur slík kort, býður upp á hraða og góða þjónustu og sendir kortin samstundis í tölvupósti.

Hér fyrir neðan má svo sjá hinn eitursnjalla John Oliver kynna HBO NOW.

6 Comments

  1. Sigurður Reply

    Ég sé bara HBO GO á Apple TV heimaskjánum mínum (búinn að restarta, logga mig inn og út og staðfesta að ég sé skráður í USA. Er með Netflix sem virkar). Hvernig fær maður HBO NOW appið á skjáinn?

Write A Comment