fbpx

Eins og við greindum frá áðan þá hefur Apple, í samstarfi við helstu viðskiptabanka landsins, opnað fyrir Apple Pay greiðsluleiðina hérlendis.

Mikilvægt að vita: Þú getur ekki notað Apple Pay nema þú sért með lykilorð (e. passcode) á símanum þínum (eða Apple Watch úrinu þínu), og Touch ID eða Face ID.

Korti bætt við Apple Pay

Til að bæta kortinu þínu við Apple Pay skaltu gera þetta:

 1. Farðu í Wallet forritið á símanum þínum.
 2. Ýttu á plúsinn til að bæta við korti og skannaðu kortið þitt.
Þú getur notað Apple Pay ef þú sérð annaðhvort þessara merkja á posanum.

Svona notarðu Apple Pay

Sími með Touch ID (iPhone 5S og nýrri tæki)

 1. Vertu viss um að posinn styðji snertilausar greiðslur.
 2. Láttu fingurinn þinn hvíla á Touch ID nemanum. (Þú þarft ekki að vekja símann úr standby, þ.e. þú þarft ekki að ýta á takkann og opna símann. Það er nóg að hvíla fingurinn laust á Heima takkanum).
 3. Haltu símanum nærri posanum til að staðfesta greiðslu.
 4. Búið.

Sími með Face ID (iPhone X, iPhone XR, iPhone XS)

 1. Vertu viss um að posinn styðji snertilausar greiðslur.
 2. Haltu símanum nálægt posanum.
 3. Tvísmelltu á hliðartakkann (einnig oft kallaður Sleep/Power takki) til að framkvæma greiðslu.
 4. Horfðu á skjáinn þangað til Face ID auðkennir þig.
 5. Búið.

Apple Pay á Apple Watch

Til þess að bæta kortinu þínu við Apple Watch snjallúrið þitt, þá þarftu að fara í Watch forritið á símanum þínum, velja þar Wallet, og bæta kortinu við í „Cards on your phone“

Avatar photo
Author