fbpx

Í gær gaf bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft út Mac útgáfu af vinsæla stílabókarforritinu OneNote. Forritið er einnig ókeypis á Windows frá og með deginum í dag.

Það má segja að Microsoft OneNote sé nokkurs konar rafræn stílabók, sem gerir notendum kleift að skrifa glósur og aðrar hugmyndir, auk þess sem hægt er að halda utan um minnispunkta, skippuleggja viðburði og margt fleira.

Í myndbandinu fyrir neðan er hægt að sjá hvernig forritið virkar.

Write A Comment