Ef þú notar Netflix, Hulu eða aðrar þjónustur með playmoTV og netið er eitthvað einkennilegt, þá erum við með lausnina fyrir þig.

Ástæðan fyrir þessum vandamálum er sú að Playmo er að hætta með DNS þjón sem við vísuðum áður á, þannig að þú þarft að breyta yfir í nýja DNS þjóna.

Hinn vinsæli Netflix leiðarvísir hefur verið uppfærður, og er nú með nýja DNS þjóna, þannig að ef honum er fylgt aftur þá ætti allt að komast í samt horf.

Netflix leiðarvísirinn er uppfærður reglulega, þannig að ef þú telur eitthvað vera á mis, þá er alltaf hægt að fylgja honum aftur til að bjarga svona málum.

Write A Comment