fbpx

Microsoft kynnti nýja útgáfu af Surface Pro spjaldtölvunni, sem að sögn fyrirtækisins er ekki spjaldtölva eða fartölva, heldur hvort tveggja..

Surface Pro 3 er bæði léttari og þynnri er forverinn, skartar 12 tommu skjá með 1260 x 1440 díla upplausn, stuðningi við 4K háskerpuskjái svo fátt eitt sé nefnt.

Surface Pro 3 - Kickstand

Microsoft gerði talsverðar umbætur á þessum áfasta standi við Surface tölvuna, sem er notendur geta nú hallað að eigin ósk, í stað þess að vera fastir með hann í einni stöðu.

Microsoft Surface Pro 3

Tölvan mun kosta frá $799 vestanhafs. Það er erfitt að spá fyrir um væntanlegt verð á Íslandi þar sem forverar Surface Pro 3 eru illfáanlegar hérlendis, og því ekki hægt að gera samanburð á verði Surface Pro 2 í Bandaríkjunum annars vegar og Íslandi hins vegar.

Surface Pro Type Cover, með lyklaborði og músarflet, fylgir ekki tölvunni, heldur kostar $129, og því er verð tölvunnar í raun $928 ef maður vill nota gripinn sem fartölvu.

Í myndbandinu fyrir neðan má sjá kynningarmyndband Microsoft fyrir tölvuna.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment