Notifyr er nýtt forrit sem gerir notendum kleift að láta iOS tilkynningar (e. push notifications) birtast á Mac tölvum. Til að nota Notifyr þá þarftu annars vegar að sækja iOS útgáfu forritsins og litla Mac viðbót sem fer í System Preferences til að taka á móti tilkynningum. Þú tengir svo iOS tækið og Mac tölvuna saman með Bluetooth, og í kjölfarið munu tilkynningar frá öllum forritum birtast á tölvunni þinni. Notendur forritsins geta einnig takmarkað tilkynningar við sum forrit, þannig að einungis mikilvægar tilkynningar eins og símhringingar eða eitthvað þvíumlíkt birtist á tölvunni. Notifyr kostar $3.99 á iOS en Mac móttökuforritið er ókeypis. Til þess að nota forritið þarftu að eiga iPhone 4S eða nýrra tæki, og eina af ofangreindum Mac tölvum (sjá mynd).
Prev Post