Eins og flestir iOS-og-Facebook notendur hafa tekið eftir, þá geta notendur ekki lengur sent skilaboð úr Facebook forritinu, því gerir Facebook þann áskilnað að einstaklingar hafi bæði Facebook og Facebook Messenger forritin uppsett á iPhone símum sínum.
Flestum notendum þykir þetta heldur hvimleitt, ekki síst þar sem að tilkynningar (e. notificiations) berast í Facebook forritið, sem sendir notandann svo yfir í Facebook Messenger, þannig að úr verður langt ferðalag um vefþjóna og forritaheim Facebook til þess að skoða skilaboð.
Ef þú hefur framkvæmt jailbreak á iOS tækinu þínu, þá er FBNoNeedMessenger hentug viðbót sem bjargar þessu.
Viðbótin gerir Spotify sem sjálfvalinn tónlistarspilara í iOS tækinu, þannig að það verður m.a. þægilegra að spila tónlist beint úr Control Center.
FBNoNeedMessenger viðbótin er fáanleg í Cydia Store, er ókeypis og virkar á iOS 7. Ef þú hefur framkvæmt jailbreak á tækinu þínu þá geturðu smellt á hlekkinn fyrir neðan og einfaldlega valið „Open Listing in Cydia“ til að setja upp viðbótina.