Hvað tölvupóstþjónustu mælum við með? Gmail. Gmail og aftur Gmail. Af hverju? Hérna eru 10 ástæður.
Gmail Labs, eða „Tilraunir“, eins og Google kallar það í íslensku útgáfunni af Gmail, eru eiginleikar sem eru á prófunarstigi hjá Google, sem notendum gefst kostur á að prófa áður en þeim er hent út, eða eru innlimaðir í kerfið endanlega.
Til að virkja Gmail Labs (Tilraunir) þá skaltu fara í Mail Settings og velja flipann sem er merktur „Tilraunir“. Hérna koma tillögur að nokkrum sem vert er að virkja.
Hætta við sendingu (e. Undo Send)
Ef ég ætti að velja bara einn fídus til að virkja þá myndi ég velja Hætta við sendingu (e. Undo Send). Ef þú virkjar þetta þá geturðu stöðvað sendingu í nokkrar sekúndur, þrátt fyrirað þú hafir smellt á „Senda“.
Mörg pósthólf (e. Multiple Inboxes)
Með mörgum pósthólfum, þá geturðu skipt Gmail forsíðunni upp í marga hluta, sem er t.d. mjög hentugt ef þú ert að stjórna mörgum netföngum með Gmail.
Endurnýja POP-reikninga (e. Refresh POP accounts)
Þetta tengist dálítið því að stjórna mörgum netföngum. Sjálfgefna stillingin í Gmail er að kanna bara POP reikninga með ákveðnum fresti. Ef þú veist að þú átt von á pósti (t.d. ef þú gleymdir lykilorði og ert að fá nýtt sent í pósti) á geturðu virkjað þetta, og þá bætist lítill hnappur efst á forsíðuna, þannig að þú getur beðið Gmail um að sækja póst á POP-reikninga eftir pöntun
Forskoðun pósthólfs (e. Inbox Preview)
Þessi eiginleiki birtir pósthólfið þitt áður en þú getur skoðað nokkuð. Hentugt, því pósthólfið getur oft verið dálítinn tíma að hlaðast, og ef þetta er virkjað þá geturðu lokað Gmail á ný ef enginn póstur bíður þín.
Þýðing á skeyti (e. Message translation)
Þýddu tölvupósta sem þú færð á framandi tungumálum yfir á tungumál að þínu vali.