fbpx

iPhone

Hérlendis, einkum við kaup og sölu á notuðum iPhone símum, þá tíðkast að taka það sérstaklega fram að nefna að síminn sé ýmist ólæstur, aflæstur eða læstur.

Það hefur mikið að segja, bæði varðandi verð og gæði símans hvernig hann er úr garði gerður að því er þetta varðar, og því kemur hér stutt skýring á því hver helstu munurinn er á símum eftir því hvort þeir séu opnir, aflæstir, eða einfaldlega læstir.

ATH! Við teljum það vera til þess fallið að valda rugli að tala um síma sem aflæstan eða ólæstan (þar sem þessi orð merkja nánast það sama), og því tölum við um síma sem opinn í staðinn fyrir ólæstan.

Opinn sími (ólæstur sími)
Þetta eru iPhone síma sem koma opnir frá framleiðanda, þannig að hægt er að nota hann með hvaða símkerfi sem er beint úr kassanum. Allir símar sem keyptir eru frá söluaðilum hérlendis eru opnir frá framleiðanda. Á ensku er hugtakið yfir þetta „factory unlocked“. Símarnir í þessari grein (linkur á grein) miða líka allir við opna síma.

Kostir: Síminn nákvæmlega eins og hann á að vera. Notendur geta uppfært án nokkurra vandræða.

Gallar: Engir.

 

Læstur sími
Þetta eru símar sem eru læstir á ákveðinn framleiðanda. Gott dæmi: Margir telja iPhone einungis kosta $199 í Bandaríkjunum. Þetta verð miðast við að maður geri samning við fyrirtæki, og þá er síminn læstur á viðkomandi símfyrirtæki. Eftir að samningurinn rennur út, þá getur maður því ekki skipt um fyrirtæki eins og ekkert sé.

Hefur ekki mikla þýðingu hérlendis, nema þá þegar einstaklingar eru að kaupa notaða síma á spjallvefjum hérlendis.

Ef fólk er að selja þá hérlendis á spjallvefjum og tiltekur að síminn sé læstur, þá má almennt gera ráð fyrir því að ekki sé hægt að aflæsa þeim (sjá neðar) nema í þeim tilvikum þegar kaupandi hefur ekki kunnáttu til þess.

Kostir: Ódýrt verð á síma ef þú gerir samning (sem á ekki við á Íslandi).

Galli: Getur í besta falli notað símann sem iPod ef þú ert ekki hjá símfyrirtækinu sem síminn er læstur á.

 

Aflæstur sími
Þetta eru símar sem opinberlega eru læstir á ákveðinn framleiðanda (sbr. að ofan), en búið er að aflæsa ýmist með hugbúnaði, eða með sérstökum SIM-bakka (svokallað Gevey SIM sem virkar með sumum stýrikerfisútgáfum á iPhone 4)

Algengast er þá að síminn sé jailbreak-aður og Cydia sett upp. Þegar Cydia er komið inn á símann þá er forritið ultrasn0w sett upp, sem aflæsir símanum, og hægt er að nota símann með hvaða símkerfi sem er.

Ath! Ultrasn0w virkar ekki með öllum útgáfum af iOS. Til að kanna hvort hægt sé að aflæsa símanum með ultrasn0w þá þarf að fara í Settings > General > About og skoða Modem Firmware þar, því ultrasn0w styður ekki allar útgáfur af því.

Ekki er hægt að uppfæra þessa síma nema búið sé að kanna hvort hægt sé að jailbreak-a það kerfi sem maður vill uppfæra í, og ultrasn0w virki á það Modem Firmware sem fylgir þeirri stýrikerfisuppfærslu. Einnig er hægt að nota þar til gerð forrit eins og Sn0wbreeze til að uppfæra símana án þess að uppfæra Modem Firmware, svo hægt sé að aflæsa símanum.

Almennt þegar einstaklingar kaupa síma á eBay sem tiltekur að síminn sé Unlocked, þá er oftast búið að aflæsa símanum með þessum hætti.

Kostir: Síminn virkar nákvæmlega eins og opinn sími. Oft hægt að fá þessa síma ódýrari en opna síma.

Gallar: Nauðsynlegt er að hafa nokkra kunnáttu um hvort og hvernig maður uppfærir símann án þess að læsa honum.

Avatar photo
Author

Write A Comment