Streymiþjónustan Disney+ fór í loftið í gær. Þeir sem ekki vita, þá er Disney eigandi efnis á borð við Pixar, Star Wars og Marvel, og þess vegna hafa margir beðið spenntir eftir komu þjónustunnar.
Disney+ hefur eingöngu opnað fyrir þjónustu sína í örfáum löndum, en með smá handavinnu þá er hægt að fá aðgang að þjónustunni hérlendis.
Örstuttur leiðarvísir
Í stuttu máli þá þarftu að gera þetta þrennt til að fá aðgang að Disney+:
- Stofna reikning hjá playmoTV DNS.
- Stilla tækin þín til að nota DNS þjóna playmoTV.
- Sækja Disney+ forritið á iOS, Apple TV, Android, FireTV eða Roku. Þú þarft að vera með bandarískan Apple reikning til þess.
- Mikilvægt: Skrá þig í áskrift á Disney+ í gegnum iOS, Apple TV eða Android forritið. Þetta er nauðsynlegt því á vefsíðunni er bara hægt að nota kreditkort útgefin í Bandaríkjunum eða bandarískan PayPal reikning.
- Búið.
Lengri leiðarvísir
Stofnun reiknings hjá playmoTV
Hér koma leiðbeiningar til að breyta DNS stillingum á viðeigandi tölvum eða tækjum til að Hulu haldi að þú sért staddur í Bandaríkjunum.
Skref 1: Farðu inn á http://playmo.tv, sláðu inn netfangið þitt eða notaðu Facebook til að nýskrá þig (fljótlegra). Þá byrjar prufutímabil þitt, en þú getur prófað þjónustuna án endurgjalds í 7 daga. Síðan er annaðhvort hægt að kaupa mánaðaráskrift á 4,99 dollara eða ársáskrift á 50 dollara.
Skref 2: Nú skaltu setja inn stillingar á Windows, Mac eða iPad/iPhone eftir því hvaða stýrikerfi þú notar. Með því að gera það þá geturðu nýskráð þig hjá Hulu, og notað þjónustuna á tækinu þínu.
Windows 10
Windows 10
Skref 2.1 Ýttu á START takkann, og svo Settings.
Skref 2.2 Smelltu síðan á Network & Internet og smelltu svo á Change adapter settings.
Skref 2.3 Hægri-smelltu nú á tenginguna þína (Líklega Wireless Network Connection) og veldu Properties.
Skref 2.4 Mikilvægt. Taktu hafkið af TCP/IPv6. Veldu síðan Internet Protocol Version 4 (TCP/IPv4). Þegar það er valið skaltu smella á Properties hnappinn sem er fyrir neðan.
Skref 2.5 Veldu núna General flipann, hakaðu við „Use the following DNS server addresses“ og settu eftirfarandi gildi inn:
Preferred DNS server 82.221.94.251
Alternate DNS server 109.74.12.20
Skref 2.6. Endurræstu tölvuna, og farðu á http://playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk hjá þér. Ef þú sérð skilaboðin „This device is correctly linked to playmoTV“, þá er allt klappað og klárt og þú getur haldið áfram.
Mac
Mac
Skref 2.1. Opnaðu System Preferences (Finnur það með því að smella á Apple merkið uppi í vinstra horninu) og farðu í Network.
Skref 2.2. Veldu Wi-Fi ef þú tengist netinu þráðlaust. Smelltu svo á Advanced.
Skref 2.3 Farðu í DNS flipann, smelltu á plúsinn vinstra meginn við IPv4 or IPv6 addresses og sláðu inn 82.221.94.251. Ýttu á plúsinn aftur og sláðu inn 109.74.12.20 .
ATH: Ef einhver gildi voru fyrir undir DNS servers þá þarf að eyða þeim.
Skref 2.4. Endurræstu tölvuna, og farðu á http://playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk hjá þér. Ef þú færð jákvæð skilaboð þar, þá er allt klappað og klárt og þú getur farið að nota Hulu Plus.
Eftir að þú hefur sett þessar stillingar inn, og þú hefur fylgt leiðbeiningunum að ofan, þá er prufutímabil þitt byrjað hjá playmoTV og öllu skemmtilegri skilaboð bíða þín á skráningarsíðu Hulu Plus. Þá geturðu einnig horft á Hulu Plus í tölvunni þinni, en ekki bara í tækinu sem er tengt við sjónvarpið þitt.
Athugið samt að stillingarnar takmarkast við það þráðlausa net sem þú tengist þegar þú framkvæmir aðgerðina, þannig að nauðsynlegt er að endurtaka leikinn ef þú vilt horfa á Hulu heima hjá vini, ættingja eða eitthvað þvíumlíkt.
iPhone/iPad
iOS
Skref 2.1. Farðu í Settings > Wi-Fi og smelltu á bláa hringinn með i-inu við þráðlausa netið þitt.
Skref 2.2Skrunaðu niður í Configure DNS og breyttu því úr Automatic yfir í Manual.
Skref 2.3Ef einhver gildi voru fyrir þá þarf að eyða þeim (oftast IP talan á routernum þínum, 192.168.1.1 eða eitthvað sambærilegt).
Skref 2.4. Ýttu á plúsinn og settu inn 82.221.94.251. Ýttu svo aftur á plúsinn og settu inn 109.74.12.20. Smelltu svo á Save eða Done.
Eftir að þú hefur sett þessar stillingar inn, þá er öruggast að endurræsa tækið til að stillingarnar taki gildi, en það má vel vera að þær verði virkar strax.
Athugið samt að stillingarnar takmarkast við það þráðlausa net sem þú tengist þegar þú framkvæmir aðgerðina, þannig að nauðsynlegt er að endurtaka leikinn ef þú vilt horfa á Disney+ heima hjá vini, ættingja eða eitthvað þvíumlíkt.
Sækja Disney+ forritið á iOS / Apple TV / Android
Til þess að sækja Disney+ forritið á iOS eða Apple TV þá þarftu að vera með bandarískan Apple reikning. Til þess að stofna slíkan reikning skaltu fylgja leiðarvísinum okkar hér.
Á Android er erfiðara að skipta um svæði til að sækja önnur forrit, en ef þú leyfir uppsetningu óþekktra forrita þá ættirðu að geta afritað sótt APK skrá forritsins með því að fara hingað (hlekkur birtur án ábyrgðar. Hef ekki notað þetta mikið sjálfur en var bent á að þetta væri vinsæl lausn til að sækja APK skrár).
Þegar þú ert komin/kominn með forritið á tækið þitt þá skaltu halda áfram
Kaup á Disney+ áskrift
Það er eðlilegt að þú skulir vilja fra á disneyplus.com til að kaupa áskrift að þjónustunni. Ef þú gerir það þá lendirðu samt fljótt á vegg því að á vefsíðu Disney+ er eingöngu hægt að borga með kreditkortum sem eru útgefin í Bandaríkjunum eða með bandarískum PayPal reikningi.
Ef þú hefur annað hvort, þá mælum við með því að þú kaupir áskriftin þar því þá geturðu fengið Disney+, Hulu og ESPN+ á $12.99/mán.
Til þess að kaupa Disney+ þá þarftu að fara í Disney+ forritið á iOS, Apple TV eða Android og kaupa áskriftina þar. Af því þú ert ekki með neitt kreditkort tengt við bandaríska Apple reikninginn þá þarftu að kaupa iTunes inneignarkort til að greiða fyrir áskriftina.
Eplakort selur inneignarkort fyrir ýmsar þjónustur, þ. á m. iTunes. Ef þú kaupir inneign hjá Eplakort þá færðu inneignarkóðann samstundis í tölvupósti.
Eitthvað fleira?
Þegar þú hefur gert allt ofangreint þá ætti Disney+ að virka á tækinu þínu. Það er þó vert að benda á að þetta er fyrsta vikan hjá þjónustunni og því alveg viðbúið að þjónustan sé ekki alveg upp á tíu fyrst um sinn.
Einstein.is er í tilvísunarsamstarfi við ýmsa aðila og gæti fengið þóknun fyrir vörur sem eru keyptar í gegnum slíka tengla. Það heldur vefnum gangandi, þér að kostnaðarlausu.