Ef þér finnst netið á símanum vera hægara en gamla 56k tengingin þín árið 1996 þá er einfalt ráð til við því, sem virkar í mörgum tilfellum. Lausnin felst í því að nota ekki sjálfgefna DNS þjóna, heldur bæta við DNS þjónum frá annaðhvort Google eða OpenDNS.
Til að nota ofangreinda DNS þjóna þá skaltu gera eftirfarandi:
Farðu í Settings > WiFi. Smelltu á hægri örina á netinu sem þú ert tengdur við. DHCP flipinn er að öllum líkindum valinn, og þar skaltu smella á DNS reitinn og slá inn eftirfarandi gildi:
Google DNS er:
8.8.8.8, 8.8.4.4
eða OpenDNS sem er:
208.67.222.222, 208.67.220.220
Þetta DNS bragð virðist hafa meiri áhrif á þá sem eiga eldri iOS tæki, t.d. iPhone 3G eða eldri gerðir af iPod Touch spilurum, en minni þýðingu fyrir þá sem eru með iPhone 3GS, iPad 1 eða nýrri tæki (ágæt viðmiðun er að þetta hafi ekki endilega mikla þýðingu fyrir tæki sem geta keyrt iOS 5). Sakar samt aldrei að prófa.