Síðan App Store var sett á laggirnar sumarið 2008, þá hefur úrval forrita farið vaxandi. Þegar búðin var opnuð þá stóðu notendum 800 forritum til boða. Í dag er þessi fjöldi yfir 350.000, og það var því ekki að ástæðulausu að Apple var með „There’s an app for that“ auglýsingaherferð sína fyrir tveimur árum.
Til að byrja með var úrval forrita nokkuð takmarkað, en eins og auglýsingin gefur til kynna, þá er hægt að fá forrit fyrir næstum því hvað sem er í dag á iPhone. Lítum á nokkur sem allir nýir iPhone eigendur verða að eiga.
1. Facebook.
Facebook þarf ekki að kynna fyrir neinum. Facebook forritið er mjög þægilegt í notkun og býður upp á Push Notifications, þannig að þú getur fengið tilkynningu um leið og einhver skrifar á vegginn þinn, taggar þig á mynd, sendir þér skilaboð o.s.frv, þannig að þú getur svarað um leið þótt þú sért á ferðinni. Einfalt og stílhreint forrit.
Verð: Ókeypis [iTunes link]
2. Twitter
Ef þú notar Twitter, þá er það deginum ljósara að þú þarft að vera með eitthvað Twitter forrit fyrir iPhone-inn. Þetta er opinbera Twitter forritið. Býður einnig upp á Push Notifications.
Verð: Ókeypis [iTunes link]
3. Shazam
Shazam er með vinsælli tónlistarforritum á símum í dag. Ef þú heyrir eitthvað lag sem þú vilt vita hvað heitir, þá ræsirðu forritið og lætur það skanna lagið (tekur oftast 10-15 sekúndur). Að því búnu sérðu að öllum líkindum hvaða lag er um að ræða, og þá er þér boðið að deila því hvaða lag þú hafir verið að heyra á Facebook, Twitter eða í tölvupósti. Einnig er hægt að sjá hvort viðkomandi listamaður sé á tónleikaferðalagi, leita að YouTube myndböndum með honum og margt fleira.
Verð: Ókeypis [iTunes link]
4. RunKeeper
RunKeeper er besti vinur þinn ef þú ætlar að nota iPhone í einhvers konar heilsurækt. Forritið notar GPS til að halda utan um það hversu langa vegalengd þú ferð og á hve miklum tíma. Einnig er þjálfun í boði, sem þú stillir áður en þú ferð af stað, sem miðar þá við að þú eigir að halda ákveðnum hraða, eða interval þjálfun.
Verð: Ókeypis [iTunes link]
5. Remote
Stjórnaðu iTunes tónlistarsafninu í tölvunni úr iPhone yfir WiFi. Ferð í forritið, og getur séð allt tónlistarsafnið á tölvunni þaðan. Virkar einnig á Apple TV, en eigendur slíkra tækja hérlendis eru mjög fáir.
Verð: Ókeypis [iTunes link]
6. IMDb
„Hvaða leikari er þetta aftur?“
Slíkum spurningum er fljótsvarað þegar maður er með IMDB forritið. Helstu eiginleikar forritsins eru staðbundnir (t.d. sýningartímar og vinsælustu myndir), og eiga því ekki við um Íslendinga, en að öðru leyti er forritið ágætt.
Verð: Ókeypis [iTunes link]
7. Camerabag
Myndavélin á iPhone er þessi dæmigerða símamyndavél. Ef þú vilt bæta skemmtilegum „effektum“ við myndirnar þínar, þá er Camerabag klárlega go-to forritið í það.
Verð: $2.99 [iTunes link]
8. Angry Birds
Vinsælasti leikurinn í sögu App Store. Ef þú ætlar að ná í einn leik, og aðeins einn leik á iPhone, þá mæli ég með þessum leik. Ef maður lýsir leiknum þá hljómar hann ekkert það áhugaverður, þ.e. að skjóta fuglum á svín, en leikurinn er vægast sagt mjög ávanabindandi. Tveir framhaldsleikir eru komnir, Angry Birds Seasons og Angry Birds Rio.
Verð: Ókeypis útgáfa með fáum borðum, annars $0.99. [iTunes link]
9. Dropbox
Dropbox er snilldarþjónusta til að geyma gögn á netinu og þeir hjá Dropbox tóku sig aldeilis til og eru nú með iPhone forrit, sem er líka þessi þvílíka snilld. Með Dropbox forritinu geturðu t.d. flutt myndir úr Camera Roll beint inn í Dropbox, og skoðað þeir í kjölfarið á tölvunni án þess að tengja símann við tölvu. Hægt er að stilla hversu mikið local storage Dropbox tekur, allt frá 0MB og upp í 1GB, þannig að þótt þú sért með fullt 10GB Dropbox, þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að síminn fyllist af gögnum sem þú skoðar aldrei.
Verð: Ókeypis [iTunes link]
10. Viber
Ef þú þekkir annan iPhone notanda sem er í öðru símkerfi, og þú eyðir öllum símreikningnum í hann, þá geturðu notað þetta forrit til að hringja frítt í hann. Öll samskipti um Viber fara yfir 3G eða WiFi. Skilyrðin eru misjöfn ef annar eða báðir aðilar eru ekki í góðu 3G sambandi, en
Verð: Ókeypis [iTunes link]
[rps]