fbpx

Harðsjóða egg í ofni [Eldamennska]

Það getur verið þrautin þyngri að harðsjóða egg þannig að þau séu fullkomin. Nú er komin lausn sem gæti hjálpað þér við verkið, en það er með því að baka eggin í ofni.

Til þess að baka egg í ofni þannig að þau séu fullkomin þá skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi:

1. Hitaðu ofninn í 160°C.
2. Láttu eggin liggja í ofninum eins og á myndinni að ofan.
3. Settu bökunarpappír í botninn á ofninum ef eitt egg skyldi nú brotna. (engin þörf er samt á að þrífa ofninn þótt egg brotni, þar sem það bakast á botninum).
4. Bakaðu eggin í 30 mínútur, og taktu þau síðan úr ofninum með töng eða ofnhanska.
5. Láttu kalt vatn renna í nokkra stund, þannig að vatnið sé ískalt, og fylltu svo stóra skál af köldu vatni. Settu eggin út í skálina.
6. Afskurnaðu eggin um leið og þau eru

Í tenglinum að neðan má sjá leiðarvísinn ásamt fleiri myndum af ferlinu.

Avatar photo
Author

Write A Comment