![Hitaðu pizzu eins og atvinnumaður [Heimilisráð] Hitaðu pizzu eins og atvinnumaður [Heimilisráð]](https://i0.wp.com/einstein.is/media/2012/09/hita-pizzu.jpg?resize=580%2C279)
Flestir sem hita sólarhringsgamla pizzu gera það með eftirfarandi aðferð: Setja pizzusneið í örbylgjuofn, smella honum á 30-40 sekúndur og smella á Start. Útkoman er þá sneið sem er mýkri en hágæðabómull.
Ef þú vilt hita pizzuna eins og atvinnumaður, þá skaltu einfaldlega setja pizzuna á stóra pönnu (óþarfi að setja olíu á pönnuna), setja álpappír yfir pizzusneiðina og steikja á miðlungshita í 5 mínútur.
Myndbandið hér að neðan fyrir yfir ferlið.
Nú ætti endirinn á pizzunni að vera stökkur og mun betri fyrir vikið.
1 Comment
Þetta er góð hugmynd. Verð að prófa þetta. Önnur einfaldari leið er að stinga pizzusneiðinni í brauðristina. Þrælvirkar. Þeir sem eiga „ristavélapoka“ setja sneiðina í pokann og síðan í ristina. Ristavélapokar eru mjög góðir til að útbúa ristaðar samlokur í brauðrist. Ristin þarf reyndar að vera með breiðu „slotti“.