Camera Showdown er nýr vefur sem gerir manni kleift að bera saman myndavélar, ekki með tæknilegar upplýsingar að vopni, heldur út frá myndum sem teknar hafa verið á vélunum.
Á vefnum má sjá helstu vélarnar frá Canon, Nikon og iPhone símann frá Apple, svo dæmi séu tekin.
iPhone er eini snjallsíminn á vefnum að svo stöddu, en vonir standa til að bætt verði úr því á næstu vikum.
Camera Showdown [Vefsíða vikunnar]
1 Comment
Hvernig er hægt að bera saman myndavélar með mismunandi myndum, teknum við mismunandi skilyrði og á mismunandi stillingum??!! (Fáránlegur samanburður!)