fbpx

Bandaríska fyrirtækið Gogo er nokkuð vinsælt meðal bandarískra flugfarþega, en fyrirtækið veitir flugfarþegum flugfélaga á borð við American Airlines, Delta og Virgin America  þráðlaust internet á meðan flugvélin flýgur yfir land með svokallaðri air to ground tækni.

Fyrirtækið gerði nýlega samantekt sem sýnir hvernig einstaklingar nýta sér þjónustu fyrirtækisins.

Þar kom fram að 84% farþega snjalltækjanotenda í flugvélum eru að vafra um netið á iPhone eða iPad, en einungis 16% nota Android tæki. Blackberry og Windows Phone reka svo lestina með 0-1-0,3%.

Í skýringarmyndinni hér fyrir neðan má sjá helstu upplýsingarnar með myndrænum hætti

Avatar photo
Author

Write A Comment