fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Instagram - Flickr

Vandfundinn er sá einstaklingur sem las nýja skilmála Instagram og hugsaði „já, þetta er bara ósköp eðlilegt. Ég skil þetta fullkomlega.“

Þótt forsvarsmenn Instagram rembist nú eins og rjúpa við staur að bjarga sér úr því stórslysi sem umfjöllun fjölmiðla síðustu daga hefur haft í för með sér, þá eru margir notendur þegar byrjaðir að leita á önnur mið.

Ein af þjónustunum sem er fólki ofarlega á huga er myndaþjónustan Flickr, sem nýtur vinsælda meðal notenda. Í eftirfarandi leiðarvísi ætlum við að sýna hvernig þú getur fært allar myndirnar þínar frá Instagram yfir á Flickr.

Mac Mountain Lion

Ef þú ert í tölvunni allan liðlangan daginn, hvort sem það er vegna vinnu eða skemmtunar þá er mun þægilegra að gera hlutina ef maður þarf ekki að nota músina.

Ef þú hefur aldrei notast við neinar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts) þá skaltu halda þér fast, því þá ertu núna að fara að spara þér nokkrar mínútur daglega.

Apple TV margmiðlunarspilarinn er með vinsælli raftækjum hérlendis um þessar mundir. Apple TV léttir manni lífið með ýmsum hætti, t.d. með því að spila efni þráðlaust úr iTunes í sjónvarpinu og AirPlay spilun ef þú vilt spila tónlist eða myndbönd á sjónvarpinu þínu.

Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar hvað sé eiginlega hægt að gera við Apple TV spilarann. Við ætlum að fara aðeins út í það hér fyrir neðan.

Dropbox iOS 2.0

Skýþjónustan Dropbox gaf nýlega út stóra uppfærslu á iOS forriti fyrirtækisins, þegar Dropbox 2.0 kom í App Store.

Dropbox eru greinilega að leggja mikið undir til að notendur setji inn allar myndirnar sínar á Dropbox, því þeir hafa lagt ríka áherslu á flott og þægilegt viðmót þegar myndir eru skoðaðar (samanber myndin að ofan).

iPad hulstur - inneignarkort

Fyrir stuttu skouðum við skoðuðum við iPad hulstrið ZooGue Prodigy (sjá umfjöllun), sem á eflaust eftir að vekja mikla lukku hjá iPad eigendum víða um heim. Í stað þess að liggja á þessu hulstri eins og ormur á gulli þá ætlum við að gefa einum lesanda það (sem einnig fæst í iStore ef þú getur ekki beðið).

Ef það kveikir ekki í þér þá munum við líka gefa $100 inneignarkort hjá iTunes frá Eplakortum, þannig að þú getir keypt þér þessi forrit sem þér fannst aðeins of dýr þegar jólin koma. og fyrir þann pening geturðu keypt þér nánast öll helstu forrit sem þig hefur dreymt um að eiga, og átt afgang til að horfa á nokkrar bíómyndir.