fbpx

Instagram - Flickr

Vandfundinn er sá einstaklingur sem las nýja skilmála Instagram og hugsaði „já, þetta er bara ósköp eðlilegt. Ég skil þetta fullkomlega.“

Þótt forsvarsmenn Instagram rembist nú eins og rjúpa við staur að bjarga sér úr því stórslysi sem umfjöllun fjölmiðla síðustu daga hefur haft í för með sér, þá eru margir notendur þegar byrjaðir að leita á önnur mið.

Ein af þjónustunum sem er fólki ofarlega á huga er myndaþjónustan Flickr, sem nýtur vinsælda meðal notenda. Í eftirfarandi leiðarvísi ætlum við að sýna hvernig þú getur fært allar myndirnar þínar frá Instagram yfir á Flickr.

Skref 1

Byrjaðu á því að búa til Flickr reikning ef þú hefur hann ekki (við gerum ráð fyrir að þú sért með Instagram reikning úr því þú ert að lesa þetta).

Skref 2

Farðu á FreeThePhotos.com, skráðu þig inn með Instagram og Flickr. Hafa ber í huga að Flickr hefur ýmsar takmarkanir á þjónustu sinni fyrir notendur sem vilja nota Flickr ókeypis. Sjá mynd hér fyrir neðan (smellið á hana fyrir stærri útgáfu)

Skref 3

Smelltu á Alert me once my migration finishes ef þú vilt fá tilkynningu þegar flutningnum er lokið. Smelltu síðan á Free Your Photos, og taktu því rólega um stund (lagaðu þér kaffi og lestu nokkrar vel valdar greinar hér á Einstein).

 Free Your Photos

Ferlið gæti tekið nokkurn tíma vegna þess að mikið álag er á vefþjónum FreeYourPhotos um þessar mundir.

Avatar photo
Author

Write A Comment