fbpx

Mac Mountain Lion

Ef þú ert í tölvunni allan liðlangan daginn, hvort sem það er vegna vinnu eða skemmtunar þá er mun þægilegra að gera hlutina ef maður þarf ekki að nota músina.

Ef þú hefur aldrei notast við neinar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts) þá skaltu halda þér fast, því þá ertu núna að fara að spara þér nokkrar mínútur daglega.

Þessar flýtivísanir eru einnig hentugar ef  þú varst að skipta úr Windows yfir á Mac þá ertu kannski ennþá að reyna að finna hvaða flýtivísun kemur í staðinn fyrir Alt+F4 á Windows eða Ctrl+Alt+Del þegar forritin þín frjósa.

 

Þessar algengustu

Cmd+Q – Loka forriti.
Opt+Q = @ merkið – (Takkinn er merktur Alt en kallast í daglegu tali Opt eða Option). Margir sem eru að skipta yfir á Mac uppgötva fyrir slysni hvernig þeir loka forritum á Mac þegar þeir slá inn Cmd+Q í staðinn fyrir Alt+Q
Cmd+Tab – Skiptir á milli forrita
Cmd+M – Minnkar gluggann sem þú ert með opinn
Cmd+Shift+3 – Taka skjáskot, sem vistast á Desktop. (Sjá leiðarvísi hér um hvernig maður tekur skjáskot á ýmsa vegu)
Cmd+N – Opnar nýjan glugga í Finder, og nýjan glugga í öllum vöfrum.
Cmd+, (Já þetta er Cmd+komma) – Með þessari skipun þá ferðu í stillingar (e. Preferences) á nánast öllum forritum í Mac OS X stýrikerfinu.
Cmd+H – Fela forrit sem er í notkun.
Cmd+Z – Undo

 

Flýtivísanir fyrir netvafra

Cmd+T – Opnar nýjan flipa
Cmd+Shift+T – Opnar síðasta flipa sem var lokað (virkar í Firefox Chrome, en ekki í Safari). Ef við værum með Einstein mælir með stimpil þá myndum við setja hann við þessa, af því það gerist mjög oft að maður lokar óvart einhverjum flipa, og þá er þessi flýtivísun algjör himnasending).
Ctrl+Tab – Fara á næsta flipa.
Ctrl+Shift+Tab – Fara á fyrri flipa.
Cmd+R – Hlaða síðu aftur.
Backspace – Fara á fyrri síðu.
Cmd+Click – Þ.e. halda inni Cmd og smella á tengil, þá opnast hann í nýjum flipa.

 

Aðrar

Ef forrit frýs hjá þér og þú vilt fá upp glugga sem samsvarar Ctrl+Alt+Del á Windows þá skaltu smella á Cmd+Alt+EscÞá færðu upp gluggann Force Quit Applications sem gefur þér færi á að loka forritum sem svara þér ekki.

Cmd+ C – Copy  og Cmd+V – Paste.

Ef þú ert í Finder og einhver mp3 skrá eða jpg mynd er valin, þá geturðu smellt á
Spacebar 
(í. bilslá) til að fá svokallað QuickLook á skrána án þess að opna hana í forriti. Hentugt ef þú ert t.d. að leita að einhverri einni mynd úr fríinu þínu.

Cmd+. (Cmd+punktur) – Hætta við aðgerð (e. Cancel). Þægilegt ef þú ert t.d. með stóra afritunaraðgerð í gangi, þá geturðu ýtt á þessa tvo takka til að hætta við aðgerðina ef þú sérð fram á að ná ekki að klára hana áður en þú þarft að hlaupa út með tölvuna þína.

Ein bónus í lokin: Ef þig langar að gera saklaust at í félaga þínum sem var að fá sér Mac tölvu þá skaltu ýta á Ctrl+Opt+Cmd+8 til að snúa öllum litum við á skjánum.

 

Það má vel vera að einhverjar skipanir hafi gleymst, og þá munum við bæta þeim inn í síðar.

Avatar photo
Author

1 Comment

Write A Comment