Vefsíða vikunnar snýr aftur eftir nokkurt hlé, og síða sem ber nafnið Worldcam fær heiðurinn að þessu sinni. Worldcam er síða sem gerir manni kleift að leita að Instagram myndum út frá staðsetningu.
Rafbókaverslunin eBækur.is opnaði í dag, en þar má finna stærsta rafbókasafn hérlendis, hvort sem um er að ræða íslenska eða erlenda titla.
D3, rekstraraðili Tónlist.is, rekur verslunina sem mun einnig bjóða upp á mikið úrval hljóðbóka.
Skjárinn á iPad er úr hertu Gorilla Glass, og gerður til að þola ýmislegt. Apple hefur þó ekki hugsað út í eftirfarandi notagildi þegar tölvan var framleidd.
Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan, sem er úr þýskum grínþætti.
Camera+ hefur verið eitt vinsælasta myndavélaforritið í App Store frá því það kom út, og þegar þetta er ritað þá hefur meira en 9 milljón eintökum af iPhone útgáfunni verið halað niður.
Þar sem að margir, einkum ferðamenn, nota myndavélina á iPadinum sínum talsvert mikið þá sáu þeir hjá X sig knúna til að gera iPad útgáfu af forritinu sínu.
Reykjavik International Film Festival (RIFF) hófst í gær og stendur til 7. október. Hátíðin vex með hverju árinu, og að þessu sinni eru yfir hundrað kvikmyndir sýndar á henni, auk þess sem hátíðin stendur einnig fyrir tónleikum, listasýningum og fleiru.
Sérstakt forrit fyrir hátíðina er komið út á bæði iOS og Android þannig að stór hluti snjallsímaeigenda mun nú eiga auðveldara um vik að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar og finna kvikmyndir sem eru þeim að skapi.
Hvernig líst þér á iPhone 5? Ætlarðu að fá þér iPhone 5? Af hverju? Af hverju ekki?
Þessar spurningar hafa margir heyrt eða spurt síðustu daga, því iPhone 5 er heitasta varan í heiminum um þessar mundir.
Fyrirtækið AYTM Research gerði markaðsrannsókn í samvinnu við vefmiðilinn Mashable, þar sem viðfangsefnið var staða snjallsímamarkaðarins í lok þessa árs. Niðurstaðan var þessi skýringarmynd sem birt er hér að neðan.
Flestir sem hita sólarhringsgamla pizzu gera það með eftirfarandi aðferð: Setja pizzusneið í örbylgjuofn, smella honum á 30-40 sekúndur og smella á Start. Útkoman er þá sneið sem er mýkri en hágæðabómull.
Apple hefur lagt það í vana sinn að gefa út nokkuð ítarlegan leiðarvísi í hvert sinn sem þeir senda frá sér nýjan iPhone og nýja útgáfu af iOS stýrikerfinu. Ef þú vilt lesa allan leiðarvísinn, þá skaltu taka eina kvöldstund frá því hann er heilar 365 blaðsíður að lengd.
Ef þú átt egg sem þú manst ekki hvenær þú keyptir og vilt kanna hvort það sé í lagi með þau, þá er einföld leið til að kanna hvort það sé í lagi með þau.
Það nægir að setja eggin í vatn eins og eftirfarandi mynd sýnir, og staða eggjanna í vatninu segir til um hversu gömul þau eru.
Fyrirtækið Rede App bjó til skýringarmynd sem sýnir hvernig truflanir hafa áhrif á framleiðni starfsmanna í vinnunni.
Meðal þess sem kemur fram í skýringarmyndinni er hversu lengi það tekur mann að koma sér aftur að efninu eftir að hafa litið á samfélagsmiðla, auk þess að koma með upplýsingar um hversu mikill tímaþjófur Facebook, Twitter og tölvupóstur er í raun.