Harpa - Worldcam

Vefsíða vikunnar snýr aftur eftir nokkurt hlé, og síða sem ber nafnið Worldcam fær heiðurinn að þessu sinni. Worldcam er síða sem gerir manni kleift að leita að Instagram myndum út frá staðsetningu.

Eina sem þú þarft að gera til að skoða Instagram myndir er að slá inn heiti borgar, og svo einhvern stað eða hverfi í borginni. Með þessar upplýsingar að vopni þá birtir síðan Instagram myndir sem tengjast umbeðnum stað.

Gott dæmi má sjá með því að smella hér til að sjá myndir sem notendur hafa sent inn nálægt Hörpu tónlistarhúsi.

Ritstjórn
Author

Write A Comment