
Box (sem hét áður Box.net) forritið hefur verið uppfært og styður nú iPhone 5. Til að fagna þeim áfanga þá hefur hið ágæta fólk hjá Box ákveðið að bjóða upp á 10GB af plássi fyrir nýja notendur (eða gamla notendur með minna en 10GB af plássi).
Margir eru um hituna þegar geymsla gagna í skýinu er annars vegar. Dropbox, iCloud, SugarSync, SkyDrive, Google Drive og Box eru helstu aðilarnir í þessum bransa, og fyrirtækin eru sífellt að reyna að laða til sín notendur frá samkeppnisaðilum sínum.
Instagram fyrir iOS fékk uppfærslu í gær og styður nú iOS 6 og nýtir nú einnig skjástærð iPhone 5 til fullnustu.


Ein umdeildasta breytingin í iOS 6 er Apple Maps, arftaki Google Maps sem var eitt af stöðluðum forritum í öllum keyptum iPhone sínum þangað til iPhone 5 leit dagsins ljós.

Flestir iPhone eða iPad eigendur hérlendis eiga einnig heimilistölvu, hvort sem það er borðtölva eða fartölva. Þeir hinir sömu þekkja þá einnig það „vandamál“ að þurfa að gera eitthvað í tölvunni, en sitja með iPhone eða iPad í fanginu og nenna ekki að standa upp.