iPhone 5 - thumbnailÞeir sem eru með erlendar stöðvar á fjölvarpinu sínu (eða í gegnum gervihnött) eru ef till vill farnir að sjá auglýsingarnar fyrir iPhone 5 sem Apple eru byrjaðir að sýna í sjónvarpi.

Auglýsingarnar eru fjórar talsins og fara mismunandi leiðir til að heilla hugsanlega kaupendur.

Fyrsta auglýsingin er Thumb, sem var til umfjöllunar fyrr í dag.

Önnur auglýsingin heitir Cheese og sýnir Panorama eiginleikann í iOS 6.

http://youtu.be/Xtm4ySJQPOc

Næst í röðinni er Physics sem fer út í það hvernig síminn geti verið svo ótrúlega lítill, en hraður um leið.

http://youtu.be/V4IRsCjMqdI

Fjórða og síðasta auglýsingin heitir Ears og sýnir hversu vel nýju heyrnartólin frá Apple, EarPods, falla að mannseyranu.

http://youtu.be/9-FmipwLsHc

Ritstjórn
Author

Write A Comment