iPhone er ekki gullkýr tæknifyrirtækisins Apple að ástæðulausu. Í nýlegri prófun PCMag þá kom fram að síminn er ekki bara mikið fyrir augað, heldur er síminn sá hraðasti sem þeir hafa nokkru sinni prófað.
Apple sendi nokkrar auglýsingar frá sér í kjölfar útgáfu iPhone 5 símans sem kom á markað í síðustu viku og er væntanlegur í verslanir hérlendis síðar í þessari viku. Í einni af þessum auglýsingum skýtur Apple aðeins á helsta Samsung að því er varðar skjástærð símans.
Jailbreak fyrir iPhone 4S kom út u.þ.b. hálfu ári eftir að síminn kom á markað. Jailbreak aðdáendum til mikillar ánægju þá verður biðin öllu styttri fyrir iPhone 5, en iPhone forritarinn chpwn setti inn færslu á Twitter síðu sína, þar sem hann tjáði heiminum að honum hefði tekist að framkvæma jailbreak á iPhone 5 með góðum árangri.
Mac: Ef þú átt iPhone, iPad eða iPod Touch þá hefurðu mögulega séð Print hnappinn þegar þú ætlar að setja nýja síðu í bókamerki, senda síðu í pósti o.s.frv. Þessi valmöguleiki kom til sögunnar í iOS 4.2 og gerði aðilum með sérstaka og fokdýra AirPrint prentara kleift að prenta þráðlaust úr tækjum sínum.
En þótt þú eigir ekki AirPrint prentara, þá er ekki þar með sagt að þú getir ekki prentað þráðlaust. Eina sem þú þarft er Mac tölva sem kveikt er á, og forritið AirPrint Activator.
Til þess að setja upp forritið skaltu fylgja eftirfarandi leiðarvísi.
Apple hefur gefið út lítið kynningarmyndband fyrir iPhone 5 til að sýna helstu nýjungarnar í tækinu og/eða iOS 6.
Lagið Dirty Paws með hljómsveitinni Of Monster and Men (sem hvert íslenska mannsbarn á að þekkja) er notað í myndbandinu, og spilun lagsins hefst þegar Sir Jony Ive yfirhönnuður Apple lýkur máli sínu. Myndbandið er stutt og laggott og hægt er að horfa á það hér að neðan.
Margir bíða með öndina í hálsinum eftir að iPhone 5 komi hingað til lands, en hann er væntanlegur í lok mánaðar. Á meðan biðinni stendur þá er ekki úr vegi að kanna muninn á iPhone 5 og forvera hans, iPhone 4S. Á eftirfarandi mynd er hægt að sjá hvar munurinn liggur á þessum símum, og þá einnig hvað hefur ekki breyst með iPhone 5.
Ef þú náðir ekki að fylgjast með allri umfjöllun gærdagsins um iPhone 5 kynninguna frá Apple, þá er nú hægt að horfa á hana hér fyrir neðan, og er hún tæpar tvær klukkustundir að lengd.
Margir hafa beðið með mikilli eftirvæntingu eftir iPhone 5, og fyrr í dag leit síminn loks dagsins ljós á sérstökum viðburði sem Apple hélt í San Francisco í dag.
Fundurinn sem Apple boðaði til á dögunum mun hefjast kl. 17 að íslenskum tíma, þar sem Apple mun kynna nýjan iPhone síma, auk þess sem talið er að nýtt iTunes og fleira muni einnig líta dagsins ljós.
Sem fyrr, þá birtum við þá birtum við að neðan beina textalýsingu í boði vefmiðilsins Mashable í stað þess að vera með live-blog af live bloggi.
Margir sem lessa þetta hugsa eflaust „en… en… það er YouTube forrit á iPhone!?!“. Það er allt satt og rétt og hefur verið eitt af þeim forritum sem fylgja með iOS tækjum, en það breytist þegar iOS 6 kemur út á næstu dögum.
YouTube forritið mun ekki fylgja með iOS 6 og þá báðu YouTube notendur um nýtt og betra forrit.
Apple hefur boðað til blaðamannafundar 12. september næstkomandi þar sem nýr iPhone verður kynntur til sögunnar. Á fundarboðinu er stór…