fbpx
Category

iPhone

Category

App StoreÍ dag fagna Bandaríkjamenn víða um heim þjóðhátíðardegi sínum, en þann 4. júlí 1776 var sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna undirrituð þegar 13 breskar nýlendur sögðu sig úr lögum við bresku krúnuna og stofnuðu Bandaríki Norður-Ameríku.

Í tilefni þessa merka dags þá eru ýmis forrit og leikir fyrir iOS (þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch) á sérstakri útsölu í dag í App Store. Leikirnir og forritin sem um ræðir má sjá með því að ýta á meira. Allir tenglar vísa manni beint í App Store búðina ef þetta er skoðað í iPhone eða iPad.

Þetta er það bréf sem berst þættinum einna oftast, þ.e. hvort eða hvernig hægt sé að spila .avi skrár á annaðhvort iPhone eða iPad. Ein lausn sem margir hafa nýtt sér er að ná í forritið Handbrake og breyta öllum .avi skrám í .mp4 snið sem iTunes skilur, en það krefst mikillar handavinnu og tíma, nokkuð sem maður hefur ekki ef ætlunin er að skella einum Gossip Girl þætti á símann áður en haldið er í ræktina.

Google+ 2.0

Margir eru þeirrar skoðunar Google+ séu enn ein mistökin frá Google á sviði samfélagsmiðla, en fyrirtækið hefur áður sent frá sér þjónusturnar Google Orkut og Google Buzz sem féllu í grýttan jarðveg hjá fjöldanum (Google Buzz heyrir sögunni til, en Orkut nýtur mikilla vinsælda í Brasilíu).

Notendafjöldi Google+ er þó talsverður, og síðan samfélagsmiðlinum var ýtt úr vör fyrir rúmu ári síðan, þá eru nú meira en 170 milljón manns sem eru skráðir notendur á Google+.