iOS / Android: Þrátt fyrir að App Store og Google Play virðist vera með óendanlegt úrval forrita, þá kemur það alltaf fyrir endrum og sinnum að ný forrit verða vinsæl á skotstundu. Draw Something er eitt þeirra.

Draw Something svipar mjög til Pictionary, en þátttakendur geta valið orð eða hlut með mismunandi erfiðleikastigi sem þeir eiga að teikna og mótspilari þeirra reynir svo að geta hvað verið er að teikna hverju sinni.

Viðbrögðin láta ekki á sér standa, en 30 milljón manns hafa sótt leikinn í App Store fyrir iOS tæki, og yfir 10 milljón notendur hafa tengt leikinn við Facebook reikninginn sinn.

Draw Something kemur í tveimur útgáfum. Hægt er að sækja leikinn ókeypis og horfa á auglýsingu stöku sinnum, eða kaupa fulla útgáfu af leiknum á $0.99.

Ritstjórn
Author

Write A Comment