fbpx
Category

iOS

Category

Apple fyrirtækið er byrjað að selja ólæsta iPhone 4S síma í vefverslun sinni í Bandaríkjunum. Þegar síminn var kynntur í byrjun október, þá gátu bandarískir notendur fyrst um sinn einungis orðið sér úti um iPhone 4S af því gefnu að hann væri læstur á eitt símfyrirtæki (AT&T, Verizon eða Sprint), og aðrir einstaklingar (t.d. ferðamenn eða Bandaríkjamenn sem eru mikið erlendis) voru úti í kuldanum. Apple gaf það út að ólæstir símar myndu standa fólki til boða í nóvember, og nú er sú stund runnin upp, því í gær, 11.11.11, þá fóru ólæstir iPhone 4S í almenna sölu.

Box.net

boxnet-ios.jpg iOS: Eins og margir vita, þá kynnti Apple fyrirtækið iCloud þjónustu til sögunnar með iOS 5, sem gerir notendum kleift að stilla saman gögn á milli iOS tækja sinna og tölvunnar. iCloud er frítt upp að 5GB, en kostar þá $20-$100/ár eftir því hversu mikið pláss maður vill nota í þjónustuna. … Gallinn við Box.net er þá sá að ekki er hægt að nálgast gögnin sjálfkrafa sem þú setur inn netið með Box.net, heldur verður að fara inn á síðuna þeirra sérstaklega og skrá þig inn þar.

iPhoneiPhone: Ef þú átt iPhone, og hefur jailbreak-að símann, þá geturðu, með mjög einföldum hætti, bætt einu litlu forriti við símann sem gerir þér kleift að bæði skrifa og skoða sms-in þín í tölvunni þinni, að því gefnu að iPhone-inn þinn og tölvan séu tengd við sama WiFi.

Einu sinni var tíðin sú að þegar besti vinur, systkini eða börn fluttu til útlanda að maður heyrði í viðkomandi aðilum 1-2 á haustin og jafn oft á vorin. Með tilkomu ýmissa forrita, fyrir bæði snjallsíma og/eða tölvur þá er nú hægt að auka sambandið án þess að borga krónu fyrir (nema þegar forritin eru notuð yfir 3G á síma).

Svo er vitanlega einnig hægt að nota þessi forrit til að tala við vini innanlands ef maður vill minnka símreikninginn til muna. Nú verður farið yfir helstu lausnirnar: