fbpx
iPhone 4S - Siri
Siri er ein helsta nýjungin í iPhone 4S, aðstoðarkona með gervigreind, sem tekur við raddskipunum.

Apple fyrirtækið er byrjað að selja ólæsta iPhone 4S síma í vefverslun sinni í Bandaríkjunum. Þegar síminn var kynntur í byrjun október, þá gátu bandarískir notendur fyrst um sinn einungis orðið sér úti um iPhone 4S af því gefnu að hann væri læstur á eitt símfyrirtæki (AT&T, Verizon eða Sprint), og aðrir einstaklingar (t.d. ferðamenn eða Bandaríkjamenn sem eru mikið erlendis) voru úti í kuldanum. Apple gaf það út að ólæstir símar myndu standa fólki til boða í nóvember, og nú er sú stund runnin upp, því í gær, 11.11.11, þá fóru ólæstir iPhone 4S í almenna sölu.

 

Verðið á símunum er eftirfarandi (sbr. fyrri póst okkar um verð á iPhone 4S):

16GB : $649 + söluskattur

32GB: $749 + söluskattur

64GB: $849 + söluskattur

 

Áætlaður afhendingartími er 1-2 vikur (undirritaður pantaði einn síma áðan og fékk þær upplýsingar að hann mætti eiga von á afhendingu símans 28.nóv – 5.des), þannig að aðilar eru beðnir um að kaupa símann með nokkrum fyrirvara, ef þeir ætla t.d. að láta senda hann á ættingja/vin/hótel og taka með sér heim ef jólagjafirnar verða keyptar vestanhafs þetta árið.

Avatar photo
Author

Write A Comment