iPhoneiPhone: Ef þú átt iPhone, og hefur jailbreak-að símann, þá geturðu, með mjög einföldum hætti, bætt einu litlu forriti við símann sem gerir þér kleift að bæði skrifa og skoða sms-in þín í tölvunni þinni, að því gefnu að iPhone-inn þinn og tölvan séu tengd við sama WiFi.

WiFiSMS er í rauninni því bara ekkert annað en SMS forritið (ef svo má að orði komast) í tölvunni þinni. Einkar þægilegt fyrir þá sem sitja við tölvu allan daginn og vilja getað ritað smáskilaboð hraðar en ella án þess að þurfa að fara frá tölvunni.

Þú notar WiFiSMS með því að finna IP-töluna sem iPhone-inn hefur á staðarnetinu (Finnur hana í Settings – WiFi, smellir á bláu örina í netinu sem þú notar, og finnur þar IP Address undir DHCP), og bætir svo viðskeytinu „:8080“ við.

 

 

Til þess að nota WiFiSMS þá þarf síminn að vera jailbreak-aður, og þá geturðu náð í forritið í Cydia.

Ritstjórn
Author

Write A Comment